Bókasafn Sigurðar Ísólfsonar (2003)

Bókasafn Sigurðar Ísólfssonar sem er eign Félags íslenskra organleikara, hefur nú verið skráð og afhent bókasafni Tónskólans í merktum öskjum. Skráningin var unnin sem lokaverkefni í bókasafns- og upplýsingafræði við HÍ.

Bókasafn Sigurðar Ísólfssonar sem er eign Félags íslenskra organleikara, hefur nú verið skráð og afhent bókasafni Tónskólans í merktum öskjum. Skráningin var unnin sem lokaverkefni í bókasafns- og upplýsingafræði við HÍ.

Verkefnið unnu þær Margrét R. Gísladóttir og Sara Halldórsdóttir og leiðbeinandi var Jóhanna Gunnlaugsdóttir lektor. Safninu var skipt í innlendan hluta og erlendan hluta, allar bækur voru skráðar en einnig voru öll einstök lög og textar skráð í innlenda hluta safnsins.