Dreifnám í sálmafræði

Ný námsgrein bætist við í fjarkennslu nú í haust – sálmafræði sem Smári Ólason kennir.

Ný námsgrein bætist við í fjarkennslu nú í haust – sálmafræði sem Smári Ólason kennir. Ef einhverjir hafa áhuga á að taka þetta fag við Tónskólann í fjarnámi vinsamlegast látið vita strax, fyrsta póstsending fer af stað föstudaginn 20. sept. Um er að ræða dreifnám, þ. e. fjarkennsla í gegnum tölvupóst, en einnig staðbundin kennsla einu sinni í mánuði. Ef einhverjir hafa alls ekki aðstæður til að koma til Reykjavíkur en vilja taka kúrsinn í fjarnámi eingöngu verður það leyst.