Meistaranámskeið Daniel Roth

Hinn þekkti franski organisti Daniel Roth var með opið námskeið fyrir nemendur Tónskólans og starfandi organista föstudaginn 24. janúar og laugardaginn 25. janúar 2003. Hann hélt tónleika á vegum Listvinafélags Hallgrímskirkju kl. 17.00 sunnudaginn 26. janúar. Námskeiðið var haldið í samvinnu við Félag íslenskra organleikara.

Hinn þekkti franski organisti Daniel Roth var með opið námskeið fyrir nemendur Tónskólans og starfandi organista föstudaginn 24. janúar og laugardaginn 25. janúar. Hann hélt tónleika á vegum Listvinafélags Hallgrímskirkju kl. 17.00 sunnudaginn 26. janúar. Námskeiðið var haldið í samvinnu við Félag íslenskra organleikara.

Það var vegna aðdáunar á hinum fræga lækni, guðfræðingi og orgelleikara Albert Schweitzer sem Daniel Roth snéri sér að orgelnámi. Hann nam einnig píanóleik og bókmenntir við Konservatoríið í heimabæ sínum, Mulhouse, en þar fæddist hann 1942. Síðan nam hann við Konservatoríinu í París þar sem hann hlaut verðlaun fyrir orgelleik, hljómfræði, kontrapúnkti, samleik og spuna. Meðal kennara hans hafa verið Maurice Duruflé og Marie-Claire Alain. Hann hefur unnið ýmsar orgelkeppnir, þar á eðal “Grand Prix de Chartres” 1971.

Daniel Roth er nú prófessor við Tónlistarháskólann í Frankfurt am Main. Hann er organisti við Saint-Sulpices í París, þar arftaki Widor, Dupré og Grunenwald. Hann ferðast mikið um til að halda tónleika, leika einleik með hljómsveitum, kenna og dæma við tónlistarkeppnir. Daniel Roth er einnig tónskáld og hafa verk hans verið gefin út af Leduc, Berenreiter, Schott og Novello. Hann er einnig vel þekktur fyrir spunasnilli sína, og hefur leikið inn á marga hljómdiska.