Meistaranámskeið, fyrirlestur og tónleikar í Langholtskirkju.

Í samstarfi við Kirkjulistahátíð Hallgrímskirkju og Félag íslenskra organleikara verður haldið Meistaranámskeið fyrir organista í túlkun barrokkverka.

Í samstarfi við Kirkjulistahátíð Hallgrímskirkju og Félag íslenskra organleikara verður haldið Meistaranámskeið fyrir organista í túlkun barrokkverka.

Leiðbeinandi er Jon Laukvik, sem er sérfræðingur á sviði orgeltónlistar barokktímabilsins. Námskeiðið er haldið í Langholtskirkju föstudaginn 30. maí og laugardaginn 31. maí kl 13.30-15.30 báða dagana. Öllum heimill aðgangur.

Klukkan 16.00 á föstudaginn heldur Jon Laukvik fyrirlestur með tóndæmum við barokkorgel Langholtskirkju.
Fyrirlesturinn ber yfirskriftina “Frá Frescobaldi til Bachs – tokkatan í orgeltónlist” . Aðgangseyrir: 500 kr.

Klukkan 12.00 á laugardaginn eru tónleikar þar sem Jon Laukvik flytur verk frá barokktímanum á barokkorgel Langholtskirkju. Aðgangseyrir: 1500 kr.