Orgelfræði í fjarnámi

Verkmenntaskólinn á Akureyri býður fjarnám í orgelfræði (orgelsmíði) á vorönn 2002 í samvinnu við Tónskóla Þjóðkirkjunnar. Kennari er Smári Ólason. Námsáfanginn er metinn til tveggja framhaldskólaeininga. Fimm nemendur hafa skráð sig í þennan áfanga.