Sálmasöngur og spuni

Sunnudaginn 5. maí kl. 17.00 var opinn sálmasöngur í Hallgrímskirkju, þar sem nemendur skólans léku af fingrum fram og leiddu söng. Dagskráin var í samvinnu við Listvinafélag Hallgrímskirkju. Á dagskrá sálmaveislunnar var spuni í kring um kunn sálmalög og messusöngva.

Sunnudaginn 5. maí kl. 17.00 var opinn sálmasöngur í Hallgrímskirkju, þar sem nemendur skólans léku af fingrum fram og leiddu söng. Dagskráin var í samvinnu við Listvinafélag Hallgrímskirkju. Á dagskrá sálmaveislunnar var spuni í kring um kunn sálmalög og messusöngva.

Þetta var afrakstur af námskeiði sem Tónskóli þjóðkirkjunnar hefur staðið fyrir í vetur. Lengst komnir orgelnemendur skólans hafa notið leiðsagnar sænska spunameistarans Matthíasar Wager, en hann hélt sjálfur spunatónleika á vegum Listvinafélagsins fyrr í vetur. Nemendur prjónuðu forspil að völdum sálmum og léku síðan undir söng kirkjugesta með fjölbreyttum hætti. Á milli léku þeir af fingrum fram um messusöngsstef, þannig að dagskráin myndaði messuform, sem fyllt var af tónlist. Fram komu fimm nemendur sem stunda kantorsnám við skólann. Kirkjugestir voru hvattir til að syngja með fullum hálsi í sálmunum. Aðgangur var ókeypis.