Skólasetning Tónskóla Þjóðkirkjunnar

Tónskóli Þjóðkirkjunnar var settur í Grensáskirkju þann 1. september síðastliðinn. Um tuttugu nemendur stunda nú nám við skólann.

Tónskóli Þjóðkirkjunnar var settur í Grensáskirkju þann 1. september síðastliðinn. Um tuttugu nemendur stunda nú nám við skólann. Um helmingur nemenda hefur þegar lokið háskólamenntun í tónlist en er að bæta við sig orgelleik og þeim sérgreinum sem aðeins Tónskólinn kennir, til að geta betur tekist á við störf hjá kirkjunni.

Mjög margir nemenda eru þegar í starfi við kirkjur, og því eru hjá mörgum góð tengsl milli starfs og náms. Núverandi skólastjóri, Kristinn Örn Kristinsson hefur verið ráðinn áfram til þriggja ára og sömuleiðis mun stjórn skólans starfa áfram. Í stjórn eru Hörður Áskelsson, Kristján Valur Ingólfsson og Ólöf Kolbrún Harðardóttir.