Staða skólastjóra við Tónskóla Þjóðkirkjunnar laus til umsóknar

Stjórn Tónskóla Þjóðkirkjunnar hefur auglýst starf skólastjóra við Tónskóla Þjóðkirkjunnar laust til umsóknar. Tónskólans. Ráðið verður í starfið frá 1. júlí 2003.

Stjórn Tónskóla Þjóðkirkjunnar hefur auglýst starf skólastjóra við Tónskóla Þjóðkirkjunnar laust til umsóknar. Tónskólans. Ráðið verður í starfið frá 1. júlí 2003.

Umsóknir sendist á Biskupsstofu, Laugavegi 31, 150 Reykjavík og þurfa að hafa borist þangað fyrir kl. 16:00 mánudaginn 14. apríl 2003. Upplýsingar um starfið veitir Hörður Áskelsson formaður stjórnar Tónskólans s. 6936690.

Skólastjórastarf við Tónskóla Þjóðkirkjunnar

Lýsing á starfsþáttum

Dagleg umsjón Umsjón með skrifstofu og afgreiðslu, bréfaskriftir, starfsmannastjórn, kennarafundir.

Ábyrgð á skráningum. Skráning nemenda, námsgreina, stundaskrárgerð, skóladagatal, umsóknir, netfangaskrá, mætingalistar, skipulagning prófa, miðsvetrarmat, vormat, stigspróf. Umsjón með organistaskrá, póstlisti, netfangalisti.

Ábyrgð á fjármálum. Fjárhagsáætlanir, útreikningur starfshlutfalla, tímaskil til launafulltrúa, ráðningarsamningar, innheimta skólagjalda, áritun reikninga og skil til gjaldkera. Umsjón eignaskrár.

Ábyrgð á bókasafni og skjalavörslu. Dagleg skjalaumsýsla, umsjón með frágangi skjalasafns til Þjóðskjalasafns. Umsjón með bókasafni skólans og safni Félags íslenskra organista. Umsjón með vinnu við skráningu.

Samstarf . Samstarf við aðra skóla, t.d. Listaháskólann, Tónlistarskólann í Reykjavík og Tónlistarskóla FÍH.

Kynningarstarf. Regluleg uppfærsla og viðbætur við heimasíðu. Samband við fjölmiðla, fréttatilkynningar vegna tónleika, námskeiða o. fl. Kynningarbæklingur, ársskýrslur, skólanámskrá, skólaheimsóknir, viðtöl.

Námskeið. Samstarf við söngmálastjórn, skipulagning, fjármálaumsýsla, samningar, launagreiðslur, ferðir, húsnæði og annað sem tengist endurmenntun organista.

Fjarnám og námsefnisgerð. Starf við þróun dreifnáms og fjarnáms. Samstarf við Netskólann. Stjórnun námsefnisgerðar.

Kennsla. Skólastjóri hefur með höndum kennslu, sem samræmist störfum hans en þó ekki meira en 20% af fullu starfi

Fyrirsvar.Vera í forsvari fyrir skólann gagnvart kirkjulegum aðilum, stórnvöldum, fjölmiðlum o.fl.

Önnur verkefni. Fylgja eftir stefnu Kirkjuþings og annarra kirkjulegra aðila í málum er varða skólann og skyld atriði. Annað sem stjórn kann að ákveða.

Skólastjórn setur skólastjóra erindisbréf sem verður endurskoðað eftir þörfum.