Tónskóli Þjóðkirkjunnar er fluttur

Tónskóli Þjóðkirkjunnar er nú fluttur í nýtt húsnæði í Grensáskirkju (gengið inn að norðan) og sími, tölvupóstur og fax komið í lag eftir nokkurt hlé!

Tónskóli Þjóðkirkjunnar er nú fluttur í nýtt húsnæði í Grensáskirkju (gengið inn að norðan) og sími, tölvupóstur og fax komið í lag eftir nokkurt hlé! Húsnæðið er undir gamla safnaðarsalnum. Þar er rúmgott skrifstofu og bókasafnsrými og tvær kennslustofur. Auk þess hefur skólinn aðgang að öðrum húsakynnum kirkjunnar eftir samkomulagi.

Tónskóli Þjóðkirkjunnar var settur í Grensáskirkju miðvikudaginn 11. sept. kl. 16.00. Á eftir setningu var viðstöddum sýnt nýja húsnæðið þar sem biskup Íslands, Hr. Karl Sigurbjörnsson flutti húsblessun og bæn. Sautján nemendur eru skráðir í skólann í vetur. Margir þeirra eru starfandi organistar.