Námskeið fyrir kórstjóra og organista

Námskeið fyrir kórstjóra og organista var haldið á vegum Tónskóla þjóðkirkjunnar í Skálholti, 1.-14. ágúst sl. Kennarar voru Guðmundur Óli Gunnarsson, stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands sem kenndi hljómsveitarstjórn fyrir byrjendur og Carola Bischoff, kórstjóri frá Neustadt í Þýskalandi, en hún leiðbeindi um möguleika til leikrænnar tjáningar og látbragðs í flutningi kórtónlistar.

Námskeið fyrir kórstjóra og organista var haldið á vegum Tónskóla þjóðkirkjunnar í Skálholti, 1.-14. ágúst sl. Kennarar voru Guðmundur Óli Gunnarsson, stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands sem kenndi hljómsveitarstjórn fyrir byrjendur og Carola Bischoff, kórstjóri frá Neustadt í Þýskalandi, en hún leiðbeindi um möguleika til leikrænnar tjáningar og látbragðs í flutningi kórtónlistar.

Skipulagningu og umsjón annaðist Margrét Bóasdóttir og er þetta 10. námskeiðið sem hún sér um. Þátttakendur voru 25 og komu þeir alls staðar að af landinu. Strengjakvartett nemenda í Listaháskóla Íslands annaðist hljóðfæraleik. Auk kraftmikillar kennslu hjá báðum kennurum var hin árlega óvissuferð að kvöldi fyrsta námskeiðsdags og hátíðarkvöldverður og skemmtikvöld þátttakenda í námskeiðslok. Meðfylgjandi myndir gefa lítið sýnishorn af ögun og einbeitingu hljómsveitarstjórans ásamt sköpunargleði og leikrænum hæfileikum þátttakenda.