Ráðning skólastjóra

Á fundi sínum þann 11. júní 2003 staðfesti kirkjuráð tillögu skólastjórnar Tónskóla þjóðkirkjunnar um að ráða Kristinn Örn Kristinsson í starf skólastjóra skólans frá og með 1. júlí 2003. Lagt er til að ráðningin verði tímabundin og miðist við þrjú ár, en Kristinn hefur gegnt því starfi s.l. tvö ár.

Á fundi sínum þann 11. júní 2003 staðfesti kirkjuráð tillögu skólastjórnar Tónskóla þjóðkirkjunnar um að ráða Kristinn Örn Kristinsson í starf skólastjóra skólans frá og með 1. júlí 2003. Lagt er til að ráðningin verði tímabundin og miðist við þrjú ár, en Kristinn hefur gegnt því starfi s.l. tvö ár. Á sama fundi lagði kirkjuráð til að sú skólastjórn, sem starfað hefur undanfarin tvö ár, skipuð þeim Herði Áskelssyni, Kristjáni Vali Ingólfssyni og Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur, verði skipuð til fjögurra ára frá sama tíma.
Kristinn Örn Kristinsson mun því halda áfram störfum sem skólastjóri a.m.k. næstu þrjú ár. Tónskóli þjóðkirkjunnar hefur undanfarin tvö ár gengið í gegn um gagngerar breytingar, sem skólastjóri og skólastjórn munu áfram vinna að. Stefnt er að því með hjálp nýjustu tækni á sviði fjarkennslu og margmiðlunar, svo og með auknu námskeiðahaldi að ná á sem hagkvæmastan hátt til sem flestra sem sækjast eftir menntun og endurmenntun í kirkjutónlist. Þegar hefur fengist góð reynsla af breytingum á skólastarfinu.