Ráðstefna um tónlistarmál kirkjunnar

Ráðstefna var haldin um tónlistarmnál kirkjunnar föstudaginn 26. september í Grensáskirkju. Ráðstefnan hófst kl. 15.00 og lauk kl. 21.00. Ráðstefnan var haldin á vegum Prestafélags Íslands, Félags íslenskra organleikara, Tónskóla Þjóðkirkjunnar og Guðfræðideildar, og voru fulltrúar þessarra aðila með stutta framsögu. Umræður voru fjörugar og skemmtilega ólík sjónarhorn komu fram.