Námskeið fyrir barnakórastjórnendur í Skálholti

Námskeiðið var haldið dagana 17-19 ágúst. Aðalleiðbeinandi var Hákon Leifsson, en ýmsir aðrir kennara voru einnig með innlegg. Námskeiðinu lauk á málþingi um tónlistarstefnu kirkjunnar, þar sem Kristján Valur hafði framsögu um tónlistarstefnu kirkjunnar og umræður fóru fram um stöðu og framtíð barnakóra við kirkjur.