Námskeið með Mark Andersson

Nýlokið er námskeiði fyrir starfandi organista og nemendur Tónskólans í litúrgískum orgelleik með Mark Anderson sem haldið var dagana 18.-20. október.

Nýlokið er námskeiði fyrir starfandi organista og nemendur Tónskólans í litúrgískum orgelleik með Mark Anderson sem haldið var dagana 18.-20. október.

Námskeiðið heppnaðist mjög vel og þátttaka var allgóð. Námskeiðið fjallaði meðal annars um hvernig auka má fjölbreytni í sálmasöngnum, t.d. með því að láta konur syngja sum erendi og karla önnur, nota bjöllur og slagverkshljóðfæri, og nýta möguleika orgelsins til að skapa stemningu við hæfi. Mark leggur mikla áherslu á að vanda undirbúning sálmaleiks og leika sálmana í þeim búningi er hæfir uppruna laganna og þannig að tónlistin verði í samhljóm við hrynjandi og atkvæði orðanna.