Skólaslit og útskriftir

Tónskóla Þjóðkirkjunnar var slitið þann 27. maí síðastliðinn. Ákveðin tímamót voru við þetta tækifæri þar sem síðustu kantorarnir útskrifuðust nú samkvæmt eldri námskrá, og um leið útskrifaðist fyrsti nemandinn með 1. áfanga kirkjuorganistaprófs samkvæmt nýrri námskrá skólans.


Tónskóla Þjóðkirkjunnar var slitið þann 27. maí síðastliðinn. Ákveðin tímamót voru við þetta tækifæri þar sem síðustu kantorarnir útskrifuðust nú samkvæmt eldri námskrá, og um leið útskrifaðist fyrsti nemandinn með 1. áfanga kirkjuorganistaprófs samkvæmt nýrri námskrá skólans.
Sigrún Magna Þórsteinsdóttir útskrifaðist með einleiksáfanga (viðbót við kantorspróf) í orgelleik. Þrír nemendur útskrifuðust með kantorspróf í vor; Ágúst Ármann Þorláksson, Dagný Björgvinsdóttir og Stefán Helgi Kristinsson. Auk þeirra útskrifast í haust þeir Jónas Þórir Þórisson og Torvald Gjerde. Arngerður María Árnadóttir útskrifaðist með 1. áfanga kirkjuorganistaprófs. Þrír nemendur luki miðprófi í orgelleik, þrír luku fyrsta áfanga í litúrgískum orgelleik, jafnmargir fyrsta og öðrum áfanga kórstjórnar. Einn nemandi lauk 6. stigs prófi í píanóleik og tveir prófi í tölusettum bassa. Sjö nemendur luku prófi í Gregorfræðum, fjórir í Reykjavík og þrír á Austurlandi, en próf var tekið á báðum stöðum. Einnig luku sjö nemendur prófi í kirkjutónlistarsögu. Nánar má lesa um starfið í ársskýrslu fyrir 2003.