Matthias Wager

Matthias Wager verður á ferðinni í febrúar. Hann mun leika Pétur og úlfinn á tónleikum í Hallgrímskirkju. Námskeið fyrir nemendur Tónskólans verður dagana 17. og 18. febrúar.

Námskeið í febrúar 2005< ?xml:namespace prefix = o ns = "urn:schemas-microsoft-com:office:office" />

Miðvikudaginn 16.febrúar

Kl.17.-18.00 í Hallgrímskirkju: Próf í LIO 2

Fimmtudaginn 17. febrúar, Hallgrímskirkju.

kl. 9.00 Fundur: kennarar og Mattias Wager.

(kirkjan laus til upphitunar fyrir nemendur)

Kl.10.00-10.45 Kennsla LIO I (Tómas)

Kl.11.00-11.45 Kennsla LIO I (Julian)

Kl. 12.00 Kyrrðarstund /létt máltíð á eftir

Kl. 13.00 -13.45 Kennsla LIO I (Tryggvi)

Kl. 13.45-14.30 Kennsla LIO I (Hannes)

Kl. 14.30-15.00 (til ráðstöfunar)

Föstudaginn 18. febrúar, Hallgrímskirkju.

Kl.9.00 -9.45 Kennsla LIO II (Aðalheiður)

Kl. 9.45-10.30 (til ráðstöfunar)

Hlé

Kl. 11.00-11.45 (Jón)

Matarhlé

Kl. 13.00-13.45 (Bjartur Logi)

Kl.13.45-15.00 (til ráðstöfunar)

Laugardaginn 19. febrúar kl. 12.00 í Hallgrímskirkju

Pétur og úlfurinn, orgel og upplestur í Hallgrímskirkju

Tónleikar með Mattiasi Wager orgelleikara frá Svíþjóð og Erni Árnasyni leikara

Listvinafélag Hallgrímskirkju – Vetrarhátíð í Reykjavík

Listvinafélag Hallgrímskirkju býður upp á tónleika í hádeginu laugardaginn 19. febrúar fyrir börn og foreldra þar sem flutt verður tónverkið Pétur og úlfurinn eftir Sergei Prokofiev í útsetningu fyrir orgel. Sænski orgelleikarinn < ?xml:namespace prefix = st1 ns = "urn:schemas-microsoft-com:office:smarttags" />Mattias Wager leikur á Klais orgel Hallgrímskirkju, en söguna flytur Örn Árnason leikari. Sagan um Pétur og úlfinn, sem Prokofiev notaði til að kynna hljóðfæri sinfóníuhljómsveitarinnar nýtur mikilla vinsælda hjá yngstu kynslóðinni. Í hljóðheimi stórs pípuorgels má finna hliðstæður við helstu hljóðfærin sem koma fyrir í Pétri og úlfinum, svo sem óbó, flautu og fagott. Orgelgerð tónlistarinnar býður upp á skemmtilega leið til að kynna fjölbreyttan ævintýraheim orgelsins í Hallgrímkirkju. Listvinafélag Hallgrímskirkju og Vetrarhátíð í Reykjavík taka höndum saman og bjóða öllum börnum 12 ára og yngri ókeypis aðgang, en foreldrar greiða krónur 800.