Nýr vefur Tónskólans

Vefur Tónskóla Þjóðkirkjunnar hefur nú opnað í nýrri mynd. Hann hefur verið fluttur yfir á vefsvæði kirkjunnar og vefnum er nú viðhaldið með vefumsjónarkerfi þar. Við vonum að hann komi til með að gagnast notendum enn betur eftir þessar breytingar. Öll uppfærsla á vefnum verður einfaldari og tengsl við aðra vefi kirkjunnar meiri.