Tónskólamessa í Akureyrarkirkju

Dagana 15. – 17. október halda nemendur og kennarar Tónskólans í ferð til Akureyrar þar sem boðið verður uppá námskeið auk þess sem nemendur taka þátt í messu. Einnig fer hópurinn í ferð fram á Grund þar sem nýtt Klop-orgel kirkjunnar verður skoðað.
Laugardaginn 17. október kl. 11 verður haldin „Tónskólamessa“ í Akureyrarkirkju þar sem séra Guðmundur Guðmundsson, héraðsprestur messar. 
Þar munu nemendur Tónskólans í litúrgískum orgelleik og kórstjórn skipta með sér hlutverkum í messunni.
 Messan verður Barokkmessa þar lögð er sérstök áhersla á kirkjutónlist á barokktímanum. Í tengslum við messuna munu þeir Eyþór Ingi Jónsson organisti í Akureyrarkirkju og Pétur Halldórsson frá Barokksmiðju Hólastiftis halda fyrirlestur um talnaspeki barokksins sem ber yfirskriftina „tölur í tónlist“.