Framhaldsprófstónleikar Ástu Haraldsdóttur

Í tengslum við framhaldspróf Ástu Haraldsdóttur verða tónleikar í Kópavogskirkju föstudaginn 27. nóvember kl. 18.30. Þar flytur Ásta verk eftir Johann Sebastian Bach, Tomaso Albinoni, Georg Friedrich Handel, Bohuslav Martinu og César Franck. Á tónleikunum koma einnig fram Ewa Tosik fiðluleikari og Ragnhildur D. Þórhallsdóttir sópran.