Orgelklúbburinn Ludvig í heimsókn

Orgelklúbburinn Ludvig frá Þrándheimi heimsækir Ísland dagana 6.-10. nóvember.
Orgelklúbburinn var stofnaður með það að markmiði að kynna orgelið fyrir ungu fólki og laða það til starfa í kirkjunni.
Hópurinn kemur fram á tónleikum í Hallgrímskirkju laugardaginn 7. kl 12. Á tónleikunum koma einnig fram 4 nemendur Tónskólans. Þau koma einnig fram í messu í Laugarneskirkju sunnudaginn 8. kl. 11. Auk þess fara þau í skoðunarferðir og margt fleira.
Orgelklúbburinn er kenndur við tvo tónlistarmenn sem höfðu mikil áhrif í Þrándheimi; Ludvig Mathias Lindeman og Ludvig Nielsen.
Stofnandi klúbbsins og kennari er David-Scott Hamnes.