Jólatónleikar Tónskóla Þjóðkirkjunnar 2015

Tvennir tónleikar verða á vegum Tónskólans fyrir jólin.
Tónleikar kirkjutónlistarbrautar Listaháskóla Íslands verða haldnir í Hallgrímskirkju miðvikudaginn 9. desember kl. 17.
Þar leikur Steinar Logi Helgason orgelverk eftir Johann Sebastian Bach og Olivier Messiaen.

Jólatónleikar Tónskólans verða haldnir í Langholtskirkju föstudaginn 11. desember kl. 17. Þar koma fram nemendur skólans í kórstjórn og orgelleik.
 Á tónleikunum verða flutt verk tengd aðventu og jólum.