Útskriftartónleikar Sólveigar Önnu Aradóttur

Þriðjudaginn 15. desember kl. 19.30 verða útskriftartónleikar Sólveigar Önnu Aradótttur í Fríkirkjunni í Reykjavík af Skapandi tónlistarmiðlun frá Listaháskóla Íslands.
Tónleikar hennar verða bæði orgel- og kórtónleikar auk þess sem hún stjórnar barnakór. Tónleikarnir verða í formi jólaguðsþjónustu sem á rætur að rekja til Kings College Chapel í Cambridge og ber heitið Níu lestrar og söngvar.