Aftansöngur í Laugarneskirkju

Laugardaginn 23. janúar kl. 17 verður aftansöngur (evensong) í Laugarneskirkju. Tónlistin verður í höndum nemenda í kórstjórn við Tónskóla Þjóðkirkjunnar og Listaháskóla Íslands. Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir leiðir stundina.

Evensong er aldagamalt form með ríkulegri tónlist, upprunninn í Englandi. Þar skiptast á lestrar og söngvar eftir ákveðinni fyrirmynd, og gegna Biblíuljóð stóru hlutverki.