Tónskólinn á Vestfjörðum

Undanfarna tvo vetur hefur Tónskóli þjóðkirkjunnar boðið upp á nám í kirkjutónlist fyrir organista á Vestfjörðum. Einn mikilvægur þáttur organistanámsins er nám í kórstjórn. Tónskólinn hefur verið í samstarfi við Tónlistarskólann á Ísafirði í vetur og hefur Beata Joó kennari við skólann kennt kórstjórnarnemum. Hafa 8 nemendur stundað námið, bæði organistar og einnig nemendur og kennarar við TÍ.

Á myndinni má sjá nemendur, kennara og skólastjóra Tónskólans að loknu prófi.IMG_0654