Útskriftartónleikar Steinars Loga Helgasonar

Útskriftartónleikar Steinars Loga Helgasonar af kirkjutónlistarbraut Listaháskóla Íslands fara fram miðvikudaginn 11.maí klukkan 17:00 í Hallgrímskirkju. Steinar Logi lýkur jafnframt kantorsprófi frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar.
Flutt verða verk eftir Grigny, J.S. Bach, Franck, Messiaen og Jón Nordal. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.