Skólaslit Tónskóla Þjóðkirkjunnar

Skólaslit Tónskólans verða í Hallgrímskirkju laugardaginn 20. maí kl. 17. Átta nemendur ljúka áfanga frá skólanum í vor. Það eru þau Ástvaldur Traustason, Kjartan Jósefsson Ognibene og Þorvaldur Örn Davíðsson sem ljúka Kirkjuorganistaprófi.
Elísabet Þórðardóttir, Hákon Leifsson, Kitty Kovács, Sólveig Anna Aradóttir
ljúka kantorsprófi. Örn Magnússon lýkur einleiksáfanga.