Vortónleikaröð Tónskólans 2017

Sex tónleikar verða á vegum Tónskóla Þjóðkirkjunnar í vor;
Þriðjudaginn 2. maí kl. 17 verða framhaldsprófstónleikar Kitty Kovács, en Kitty lýkur kantorsprófi frá Tónskólanum.
Þriðjudaginn 9. maí kl. 17 verða burtfarartónleikar Arnar Magnússonar.
Miðvikudaginn 10. maí kl. 17 verða framhaldsprófstónleikar Elísabetar Þórðardóttur, en Elísabet lýkur kantorsprófi frá Tónskólanum.
Laugardaginn 13. maí kl. 17 verða vortónleikar Tónskólans í Hallgrímskirkju þar sem fram koma nemendur skólans í orgelleik.
Mánudaginn 15. maí kl. 17 verða framhaldsprófstónleikar Sólveigar Önnu Aradóttur, en Sólveig Anna lýkur kantorsprófi frá Tónskólanum.
Föstudaginn 19. maí kl. 18 verður sunginn kórvesper þar sem Erla Rut Káradóttir nemandi á kirkjutónlistarbraut LHÍ og TÞ stýrir tónlistarfluningi.
Allir tónleikarnir fara fram í Hallgrímskirkju í Reykjavík.