Tónleikar kórstjórnarnema í Ísafjarðakirkju

Kór Tónlistarskóla Ísafjarðar Chorus Tenebris syngur 8 vel valin lög frá miðöldum til okkar tíma undir stjórn kórstjórnarnemenda T.Í. í Ísafjarðarkirkju sunnudaginn 8. apríl kl. 20:00.
Chorus Tenebris var stofnaður veturinn 2015-2016 en þá hófst samstarf milli Tónskóla Þjóðkirkjunnar og Tónlistarskóla Ísafjarðar sem hefur gengið með miklum ágætum. Beata Joó, píanókennari við Tónlistarskóla Ísafjarðar var þá fengin til þess að kenna kórstjórn en hún er menntaður kórstjóri frá Franz Liszt akademíunni í Búdapest. Þrír nemendur hafa stundað kórstjórnarnám í vetur. Jóngunnar Biering Margeirsson, sem er nú á fyrsta ári námsins, Pétur Ernir Svavarsson og Tuuli Rähni, en þau ljúka bæði náminu í vor. Kórinn er skipaður frábæru söngfólki af svæðinu sem hefur lagt kórstjórnarnemunum lið í vor. Samstarf skólanna tveggja hefur verið gjöfult og sýnt fram á að samstarf við tónlistarskóla í öðrum landshlutum er vel framkvæmanlegt sé viljinn fyrir hendi. Tónleikarnir sunnudaginn 8. apríl hefjast eins og áður sagði kl. 20:00 og standa yfir í um það bil 30 mínútur.

30222138_877237775797911_5253441341760733184_n