Vortónleikar kirkjutónlistarbrautar

Miðvikudaginn 16. maí kl. 12 verða tónleikar kirkjutónlistarbrautar Listaháskóla Íslands og Tónskólans í Hallgrímskirkju. Þar koma fram Matthías Harðarson og Erla Rut Káradóttir. Matthías og Erla Rut leika verk eftir Johann Sebastian Bach, Johann Pachelbel, Johannes Brahms, César Franck og Jón Ásgeirsson.