Burtfarartónleikar Elísabetar Þórðardóttur

Miðvikudaginnudaginn 9. maí kl. 17 verða burtfarartónleikar Elísabetar Þórðardóttur í Hallgrímskirkju, en Elísabet lýkur einleiksáfanga frá Tónskólanum.
Á efnisskránni verða verk eftir Johann Sebastian Bach, Felix Mendelssohn, Eugène Gigout, Charles-Marie Widor og Louis Vierne.