Endurmenntun

Stjórn skólans hefur ákveðið að framvegis verði starfandi organistum sem hafa lokið námi við Tónskólann gefinn kostur á endurmenntun í orgelleik frá og með næsta hausti.

Er námið hugsað fyrir þau sem hafa lokið námi við skólann en hafa hug á að bæta við verkefnalistann eða að undirbúa orgeltónleika, vígslu nýs orgels, vinna að ákveðnu verkefni eða fá hvatningu og stuðning í reglulegum orgeltímum.

Umsóknarfrestur í Tónskólann er til 14. júní.