Vortónleikaröð Tónskólans 2018

Þrennir tónleikar verða á vegum Tónskóla Þjóðkirkjunnar í vor;
Þriðjudaginn 8. maí kl. 17 verða burtfarartónleikar Kitty Kovács, en Kitty lýkur einleiksáfanga frá Tónskólanum.
Miðvikudaginn 9. maí kl. 17 verða burtfarartónleikar Elísabetar Þórðardóttur, en Elísabet lýkur einleiksáfanga frá Tónskólanum.
Miðvikudaginn 16. maí kl. 12 verða orgeltónleikar Erlu Rutar Harðardóttur og Matthíasar Páls Harðarsonar nemanda á kirkjutónlistarbraut LHÍ og TÞ.
Allir tónleikarnir fara fram í Hallgrímskirkju í Reykjavík.