Gestakennari frá Rúmeníu

Orgelleikarinn János Kristófi dvelur á Íslandi dagana 13.–16. nóvember n.k. við kennslu. Orgelnemendur í Listaháskóla Íslands og Tónskóla Þjóðkirkjunnar sækja einkatíma hjá honum og er þessi kennsla liður í Erasmus kennaraskiptum LHÍ.
Auk þess kemur János fram í tónleikum í Hjallakirkju föstudaginn 16. nóvember kl. 17. Á tónleikunum flytur hann verk eftir Bach, Wagner, Widor, Áskel Máson o.fl.

János hefur verið organisti við dómkirkjuna í Oradeu í Rúmeníu frá 1987 og frá 2011 hefur hann einnig gegnt þar starfi kórstjóra og hljómsveitarstjóra, auk prófessorsstöðu sem hann hefur við Partium Christian University í sömu borg.
Hann hefur komið fram á tónleikum um alla Evrópu, í Ísrael og í Bandaríkjunum.

janos-kristofi