Jólatónleikar Tónskóla Þjóðkirkjunnar 2019

Tvennir tónleikar verða á vegum Tónskólans á aðventunni.
Tónleikar kirkjutónlistarbrautar Listaháskóla Íslands og Tónskólans verða í Hallgrímskirkju miðvikudaginn 11. desember kl. 12. Þar koma fram Matthías Harðarson og Una Haraldsdóttir. Þau flytja verk eftir Johann Sebastian Bach og Olivier Messiaen.

Jólatónleikar Tónskólans verða haldnir í Langholtskirkju föstudaginn 13. desember kl. 18. Þar koma fram nemendur skólans í kórstjórn og orgelleik.
 Á tónleikunum verða flutt verk tengd aðventu og jólum.

48406113_10156587924907535_8784048443556364288_n