Aftansöngur – Kórvesper

Miðvikudaginn 31. október kl. 18 flytja nemendur úr Tónskóla Þjóðkirkjunnar og Listaháskóla Íslands kórvesper (evensong) í Langholtsskirkju.
Sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir leiðir stundina ásamt organistanum og kennaranum Magnúsi Ragnarssyni.
Evensong er aldagamalt form með ríkulegri tónlist, upprunninn í Englandi. Þar skiptast á lestrar og söngvar eftir ákveðinni fyrirmynd, og gegna Biblíuljóð stóru hlutverki.
Nærandi stund með fallegri tónlist og allir eru hjartanlega velkomnir.

Langholtskirkja

Endurmenntun

Stjórn skólans hefur ákveðið að framvegis verði starfandi organistum sem hafa lokið námi við Tónskólann gefinn kostur á endurmenntun í orgelleik frá og með næsta hausti.

Er námið hugsað fyrir þau sem hafa lokið námi við skólann en hafa hug á að bæta við verkefnalistann eða að undirbúa orgeltónleika, vígslu nýs orgels, vinna að ákveðnu verkefni eða fá hvatningu og stuðning í reglulegum orgeltímum.

Umsóknarfrestur í Tónskólann er til 14. júní.

Útskriftarhátíð Tónskólans

Skólaslit Tónskólans fóru fram í Hallgrímskirkju laugardaginn 19. maí s.l.
Á myndinni má sjá útskriftarnemana og kennara Tónskólans ásamt Birni Steinari Sólbergssyni skólastjóra og Guðmundi Sigurðssyni formanni Kirkjutónlistarráðs.

TÞ 2018

Skólaslit Tónskóla Þjóðkirkjunnar 2018

Skólaslit Tónskólans verða í Hallgrímskirkju laugardaginn 19. maí kl. 17. Sjö nemendur ljúka áfanga frá skólanum í vor. Það eru þau Elena Makeeva, Kristján Hrannar Pálsson og Páll Barna Szabo sem ljúka Kirkjuorganistaprófi.
Ólafur W. Finnsson og Steinunn Árnadóttir ljúka kantorsprófi.
Elísabet Þórðardóttir og Kitty Kovács ljúka einleiksáfanga.

Vortónleikar kirkjutónlistarbrautar

Miðvikudaginn 16. maí kl. 12 verða tónleikar kirkjutónlistarbrautar Listaháskóla Íslands og Tónskólans í Hallgrímskirkju. Þar koma fram Matthías Harðarson og Erla Rut Káradóttir. Matthías og Erla Rut leika verk eftir Johann Sebastian Bach, Johann Pachelbel, Johannes Brahms, César Franck og Jón Ásgeirsson.

Burtfarartónleikar Elísabetar Þórðardóttur

Miðvikudaginnudaginn 9. maí kl. 17 verða burtfarartónleikar Elísabetar Þórðardóttur í Hallgrímskirkju, en Elísabet lýkur einleiksáfanga frá Tónskólanum.
Á efnisskránni verða verk eftir Johann Sebastian Bach, Felix Mendelssohn, Eugène Gigout, Charles-Marie Widor og Louis Vierne.

Burtfarartónleikar Kitty Kocács

Þriðjudaginn 8. maí kl. 17 verða burtfarartónleikar Kitty Kocács í Hallgrímskirkju, en Kitty lýkur einleiksáfanga frá Tónskólanum.
Á efnisskránni verða verk eftir Johann Sebastian Bach, Sergei Rachmaninoff, Pierre Cochereau og Charles Tournemire.

Vortónleikaröð Tónskólans 2018

Þrennir tónleikar verða á vegum Tónskóla Þjóðkirkjunnar í vor;
Þriðjudaginn 8. maí kl. 17 verða burtfarartónleikar Kitty Kovács, en Kitty lýkur einleiksáfanga frá Tónskólanum.
Miðvikudaginn 9. maí kl. 17 verða burtfarartónleikar Elísabetar Þórðardóttur, en Elísabet lýkur einleiksáfanga frá Tónskólanum.
Miðvikudaginn 16. maí kl. 12 verða orgeltónleikar Erlu Rutar Harðardóttur og Matthíasar Páls Harðarsonar nemanda á kirkjutónlistarbraut LHÍ og TÞ.
Allir tónleikarnir fara fram í Hallgrímskirkju í Reykjavík.

Umsókn um skólavist

Hér er hægt að sækja um skólavist í Tónskóla Þjóðkirkjunnar fyrir skólaárið 2018-2019 og senda á tonskoli@tonskoli.is. Umsóknarfresturinn er til 14. júní.
Inntökuskilyrði
Inntökuskilyrði fyrir Kirkjuorganistapróf er miðstig í píanói auk viðtals við skólastjóra.

Inntökupróf er fyrir nám í Kantorsnámi.

Inntökupróf er fyrir nám til BA-gráðu. Sjá nánar á www.lhi.is

Inntökupróf er fyrir nám í einleiksáfanga.
Til að sækja um kórstjórn sem aðalfag þarf viðkomandi að jafnaði að hafa nokkra undirstöðu og einhverja reynslu.

Heimsókn í Skálholt

Föstudaginn 20. apríl halda nemendur og kennarar Tónskólans í ferð í Skálholt.
Kl. 17 verða orgeltónleikar nemenda og kl. 18 syngja nemendur skólans Kórvesper ásamt sr. Kristjáni Val Ingólfssyni vígslubiskup sem tekur á móti hópnum. Flutt verður orgel og kórtónlist frá endurreisn og fram til dagsins í dag.

images