Tónleikar Listaháskóla Íslands og Tónskóla Þjóðkirkjunnar í samstarfi við Listvinafélag Hallgrímskirkju.

Laugardaginn 17. nóvember kl. 14 í Hallgrímskirkju. Aðgangur ókeypis og öll velkomin.

Í burðarhlutverki tónleikanna verður gullfalleg og áhrifarík sálumessa Gabriel Fauré auk þess sem flutt verða trúarleg kór- og orgelverk úr ýmsum áttum eftir Johann Sebastian Bach, Felix Mendelsohn, Cécar Franck og fleiri.

Flytjendur:
Erla Rut Káradóttir, orgel
Matthías Harðarson, orgel
Sandra Lind Þorsteinsdóttir, einsöngur
Una María Bergmann, einsöngur
Erik Waldeland, einsöngur
Kór Listaháskólans
Hjalti Nordal, fiðla
Guðmundur Andri Ólafsson, franskt horn
Erna Ómarsdóttir, franskt horn

Matthías Harðarson, stjórnandi
Þórður Sigurðsson, stjórnandi
Sunna Karen Einarsdóttir, stjórnandi

Kennarar:
Björn Steinar Sólbergsson,
Magnús Ragnarsson,
Sigurður Halldórsson

44974801_2029132963821571_4991001196249481216_n

Gestakennari frá Rúmeníu

Orgelleikarinn János Kristófi dvelur á Íslandi dagana 13.–16. nóvember n.k. við kennslu. Orgelnemendur í Listaháskóla Íslands og Tónskóla Þjóðkirkjunnar sækja einkatíma hjá honum og er þessi kennsla liður í Erasmus kennaraskiptum LHÍ.
Auk þess kemur János fram í tónleikum í Hjallakirkju föstudaginn 16. nóvember kl. 17. Á tónleikunum flytur hann verk eftir Bach, Wagner, Widor, Áskel Máson o.fl.

János hefur verið organisti við dómkirkjuna í Oradeu í Rúmeníu frá 1987 og frá 2011 hefur hann einnig gegnt þar starfi kórstjóra og hljómsveitarstjóra, auk prófessorsstöðu sem hann hefur við Partium Christian University í sömu borg.
Hann hefur komið fram á tónleikum um alla Evrópu, í Ísrael og í Bandaríkjunum.

janos-kristofi

Aftansöngur – Kórvesper

Miðvikudaginn 31. október kl. 18 flytja nemendur úr Tónskóla Þjóðkirkjunnar og Listaháskóla Íslands kórvesper (evensong) í Langholtsskirkju.
Sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir leiðir stundina ásamt organistanum og kennaranum Magnúsi Ragnarssyni.
Evensong er aldagamalt form með ríkulegri tónlist, upprunninn í Englandi. Þar skiptast á lestrar og söngvar eftir ákveðinni fyrirmynd, og gegna Biblíuljóð stóru hlutverki.
Nærandi stund með fallegri tónlist og allir eru hjartanlega velkomnir.

Langholtskirkja

Endurmenntun

Stjórn skólans hefur ákveðið að framvegis verði starfandi organistum sem hafa lokið námi við Tónskólann gefinn kostur á endurmenntun í orgelleik frá og með næsta hausti.

Er námið hugsað fyrir þau sem hafa lokið námi við skólann en hafa hug á að bæta við verkefnalistann eða að undirbúa orgeltónleika, vígslu nýs orgels, vinna að ákveðnu verkefni eða fá hvatningu og stuðning í reglulegum orgeltímum.

Umsóknarfrestur í Tónskólann er til 14. júní.

Útskriftarhátíð Tónskólans

Skólaslit Tónskólans fóru fram í Hallgrímskirkju laugardaginn 19. maí s.l.
Á myndinni má sjá útskriftarnemana og kennara Tónskólans ásamt Birni Steinari Sólbergssyni skólastjóra og Guðmundi Sigurðssyni formanni Kirkjutónlistarráðs.

TÞ 2018

Skólaslit Tónskóla Þjóðkirkjunnar 2018

Skólaslit Tónskólans verða í Hallgrímskirkju laugardaginn 19. maí kl. 17. Sjö nemendur ljúka áfanga frá skólanum í vor. Það eru þau Elena Makeeva, Kristján Hrannar Pálsson og Páll Barna Szabo sem ljúka Kirkjuorganistaprófi.
Ólafur W. Finnsson og Steinunn Árnadóttir ljúka kantorsprófi.
Elísabet Þórðardóttir og Kitty Kovács ljúka einleiksáfanga.

Vortónleikar kirkjutónlistarbrautar

Miðvikudaginn 16. maí kl. 12 verða tónleikar kirkjutónlistarbrautar Listaháskóla Íslands og Tónskólans í Hallgrímskirkju. Þar koma fram Matthías Harðarson og Erla Rut Káradóttir. Matthías og Erla Rut leika verk eftir Johann Sebastian Bach, Johann Pachelbel, Johannes Brahms, César Franck og Jón Ásgeirsson.

Burtfarartónleikar Elísabetar Þórðardóttur

Miðvikudaginnudaginn 9. maí kl. 17 verða burtfarartónleikar Elísabetar Þórðardóttur í Hallgrímskirkju, en Elísabet lýkur einleiksáfanga frá Tónskólanum.
Á efnisskránni verða verk eftir Johann Sebastian Bach, Felix Mendelssohn, Eugène Gigout, Charles-Marie Widor og Louis Vierne.

Burtfarartónleikar Kitty Kocács

Þriðjudaginn 8. maí kl. 17 verða burtfarartónleikar Kitty Kocács í Hallgrímskirkju, en Kitty lýkur einleiksáfanga frá Tónskólanum.
Á efnisskránni verða verk eftir Johann Sebastian Bach, Sergei Rachmaninoff, Pierre Cochereau og Charles Tournemire.

Vortónleikaröð Tónskólans 2018

Þrennir tónleikar verða á vegum Tónskóla Þjóðkirkjunnar í vor;
Þriðjudaginn 8. maí kl. 17 verða burtfarartónleikar Kitty Kovács, en Kitty lýkur einleiksáfanga frá Tónskólanum.
Miðvikudaginn 9. maí kl. 17 verða burtfarartónleikar Elísabetar Þórðardóttur, en Elísabet lýkur einleiksáfanga frá Tónskólanum.
Miðvikudaginn 16. maí kl. 12 verða orgeltónleikar Erlu Rutar Harðardóttur og Matthíasar Páls Harðarsonar nemanda á kirkjutónlistarbraut LHÍ og TÞ.
Allir tónleikarnir fara fram í Hallgrímskirkju í Reykjavík.