Námskeið í kórstjórn

Sænski kórstjórinn Anders Eby verður með masterklass í kórstjórna dagana 14. og 15. apríl næstkomandi. Anders Eby er prófessor í kórstjórn við Konunglega Tónlistarháskólann í Stokkhólmi og er að koma með kammerkór skólans í tónleikaferð til Íslands.

Lesa áfram

Nýtt í bókasafninu

Nokkuð hefur verið keypt inn af nótum undanfarið, sem vonandi kemur að gagni, bæði fyrir nemendur skólans, en einnig starfandi organista.

Lesa áfram

Kirkjudagar 2005

Nú er hafin kynning á kirkjudögum 2005, ég bendi tónlistarfólki kirkjunnar sérstaklega á þetta…

Nýr vefur Tónskólans

Vefur Tónskóla Þjóðkirkjunnar hefur nú opnað í nýrri mynd. Hann hefur verið fluttur yfir á vefsvæði kirkjunnar og vefnum er nú viðhaldið með vefumsjónarkerfi þar. Við vonum að hann komi til með að gagnast notendum enn betur eftir þessar breytingar. Öll uppfærsla á vefnum verður einfaldari og tengsl við aðra vefi kirkjunnar meiri.

Matthias Wager

Matthias Wager verður á ferðinni í febrúar. Hann mun leika Pétur og úlfinn á tónleikum í Hallgrímskirkju. Námskeið fyrir nemendur Tónskólans verður dagana 17. og 18. febrúar.

Lesa áfram

Námskeið með Mark Andersson

Nýlokið er námskeiði fyrir starfandi organista og nemendur Tónskólans í litúrgískum orgelleik með Mark Anderson sem haldið var dagana 18.-20. október.

Lesa áfram

Ráðstefna, sálmaveisla og námskeið í sálmaleik

Í tengslum við endurskoðun sálmabókar og handbókar þjóðkirkjunnar sem nú er að fara af stað var haldin ráðstefna um sálma og sálmasöng í Grensáskirkju dagana fyrir setningu Kirkjuþings.

Lesa áfram

Skólasetning 2004

Skólinn var settur í Grensáskirkju, föstudaginn 27. ágúst kl. 17.00
Orgelnemendum hefur aðeins fækkað síðan í fyrra en aukin ásókn er í kórstjórnarnám.

Lesa áfram

Námskeið fyrir barnakórastjórnendur í Skálholti

Námskeiðið var haldið dagana 17-19 ágúst. Aðalleiðbeinandi var Hákon Leifsson, en ýmsir aðrir kennara voru einnig með innlegg. Námskeiðinu lauk á málþingi um tónlistarstefnu kirkjunnar, þar sem Kristján Valur hafði framsögu um tónlistarstefnu kirkjunnar og umræður fóru fram um stöðu og framtíð barnakóra við kirkjur.

Skólaslit og útskriftir

Tónskóla Þjóðkirkjunnar var slitið þann 27. maí síðastliðinn. Ákveðin tímamót voru við þetta tækifæri þar sem síðustu kantorarnir útskrifuðust nú samkvæmt eldri námskrá, og um leið útskrifaðist fyrsti nemandinn með 1. áfanga kirkjuorganistaprófs samkvæmt nýrri námskrá skólans.

Lesa áfram