Námskeið í kórstjórn

Hörður Áskelsson var með námskeið í kórstjórn í mars, apríl og maí 2004. Teknar voru fyrir tvær kantötur eftir J.S. Bach. Námskeiðinu lauk með tónleikum í Grensáskirkju þar sem kantöturnar voru fluttar með litlum kór, einsöngvurum og kammersveit.

Námskeið í fjarkennslu

Tvö námskeið eru í gangi í fjarkennslu, kirkjusöngfræði I og orgelfræði. Tíu nemendur eru skráðir í kirkjusöngfræði og fimm í orgelfræði, og eru nemendur víðasvegar á landinu. Kennari er Smári Ólason. Námið fer fram á Netskólasvæði Tónskólans

Námskeið í litúrgískum orgelleik og spuna

Mattias Wager var með námskeið í litúrgísku orgelspili og spuna í Hallgrímskirkju 27.-29. febrúar. Þetta er þriðja árið í röð sem Mattias heimsækir Tónskóla Þjóðkirkjunnar og miðlar af þekkingu sinni.

Einleikaraprófstónleikar

Sunnudaginn 14. desember 2003 kl. 16.00 flutti Sigrún Magna Þórsteinsdóttir einleiksefnisskrá á orgel Hallgrímskirkju.
Lesa áfram

Nemendatónleikar

Hádegistónleikar í Langholtskirkju

Nemendatónleikar voru í Langholtskirkju föstudaginn 12. desember kl. 12.00.
Þar léku nemendur á orgelið og einnig voru flutt söngatriði.

Lesa áfram

Tvö námskeið

Tvö námskeið verða haldin á vegum Tónskólans fyrir nemendur og organista í starfi. Fyrra námskeiðið er um hvernig hægt er að flytja léttu lögin smekklega á orgel og leika undir söng og verður í nóvember. Leiðbeinandi er Jónas Þórir Þórisson. Hið síðara fjallar um flutningsmáta barroktónlistar og leiðbeinandi er Eyþór Ingi Jónsson.

Lesa áfram

Ráðstefna um tónlistarmál kirkjunnar

Ráðstefna var haldin um tónlistarmnál kirkjunnar föstudaginn 26. september í Grensáskirkju. Ráðstefnan hófst kl. 15.00 og lauk kl. 21.00. Ráðstefnan var haldin á vegum Prestafélags Íslands, Félags íslenskra organleikara, Tónskóla Þjóðkirkjunnar og Guðfræðideildar, og voru fulltrúar þessarra aðila með stutta framsögu. Umræður voru fjörugar og skemmtilega ólík sjónarhorn komu fram.

Tillaga að kirkjutónlistarstefnu

Stjórn tónskólans hefur lagt fram tillögu að kirkjutónlistarstefnu. Hún hefur verið send helstu hagsmunaaðilum til umsagnar…

Lesa áfram

Námsgreinar og kennarar.

Sú breyting hefur orðið að Hörður Áskelsson hefur tekið leyfi frá kennslustörfum í vetur. Í stað hans hefur verið fenginn til starfa Björn Steinar Sólbergsson.

Lesa áfram

Námskeið fyrir kórstjóra og organista

Námskeið fyrir kórstjóra og organista var haldið á vegum Tónskóla þjóðkirkjunnar í Skálholti, 1.-14. ágúst sl. Kennarar voru Guðmundur Óli Gunnarsson, stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands sem kenndi hljómsveitarstjórn fyrir byrjendur og Carola Bischoff, kórstjóri frá Neustadt í Þýskalandi, en hún leiðbeindi um möguleika til leikrænnar tjáningar og látbragðs í flutningi kórtónlistar.

Lesa áfram