Dreifnám í sálmafræði

Ný námsgrein bætist við í fjarkennslu nú í haust – sálmafræði sem Smári Ólason kennir.

Lesa áfram

Námskeið í hljómborðsleik

Námskeið í hljómfræði bókstafahljóma og notkun þeirra var haldið í Tónskólanum vikuna 28. október til 1. nóvember. Kennari var Gunnar Gunnarsson. Gunnar var einnig með námskeið á Ísafirði í haust.

Tónskóli Þjóðkirkjunnar er fluttur

Tónskóli Þjóðkirkjunnar er nú fluttur í nýtt húsnæði í Grensáskirkju (gengið inn að norðan) og sími, tölvupóstur og fax komið í lag eftir nokkurt hlé!

Lesa áfram

Námskeið í kórstjórn í Skálholti 11.-15.ágúst 2002

Kórstjórnarnámskeið fyrir stjórnendur barnakóra hafa verið haldin á vegum embættis Söngmálastjóra þjóðkirkjunnar í áratug.

Lesa áfram

Vortónleikar

Vortónleikar skólans voru þriðjudaginn 21. maí 2002 kl. 18.00 í Hallgrímskirkju.

Skólaslit 2002

Skólaslit 2002 voru föstudaginn 24. maí kl. 17.00 í Grensáskirkju.
Við það tækifæri brautskráðust tveir nemendur með kantorspróf, þau Natalia Chow og Hrönn Helgadóttir og einn nemanandi með einsleikspróf á orgel, Lára Bryndís Eggertsdóttir.

Námskeið í litúrgískum spuna

Mattias Wager var með námskeið í litúrgískum spuna fyrir nemendur Tónskólans 2.-4. maí í Hallgrímskirkju. Þetta var þriðja námskeið hans í vetur.

Nemendatónleikar

Nemendatónleikar Tónskólans voru haldnir í Langholtskirkju föstudaginn 15. mars kl. 12.00.
Þar komu fram orgelnemendur skólans og léku fjölbreytta efniskrá, m.a. eftir Johann Sebastian Bach, son hans Philip Emanuel, og Dietrich Buxtehude.

Sálmasöngur og spuni

Sunnudaginn 5. maí kl. 17.00 var opinn sálmasöngur í Hallgrímskirkju, þar sem nemendur skólans léku af fingrum fram og leiddu söng. Dagskráin var í samvinnu við Listvinafélag Hallgrímskirkju. Á dagskrá sálmaveislunnar var spuni í kring um kunn sálmalög og messusöngva.

Lesa áfram

Mattias Wager kemur aftur

Mattias Wager kemur aftur í maí og verður með námskeið dagana 2. -4. maí.
Sunnudaginn 5. maí verður opinn sálmasöngur kl.17.00 í Hallgrímskirkju þar sem nemendur leika undir og leiða almennan söng.