Tillaga að kirkjutónlistarstefnu

Stjórn tónskólans hefur lagt fram tillögu að kirkjutónlistarstefnu. Hún hefur verið send helstu hagsmunaaðilum til umsagnar…

Lesa áfram

Námsgreinar og kennarar.

Sú breyting hefur orðið að Hörður Áskelsson hefur tekið leyfi frá kennslustörfum í vetur. Í stað hans hefur verið fenginn til starfa Björn Steinar Sólbergsson.

Lesa áfram

Námskeið fyrir kórstjóra og organista

Námskeið fyrir kórstjóra og organista var haldið á vegum Tónskóla þjóðkirkjunnar í Skálholti, 1.-14. ágúst sl. Kennarar voru Guðmundur Óli Gunnarsson, stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands sem kenndi hljómsveitarstjórn fyrir byrjendur og Carola Bischoff, kórstjóri frá Neustadt í Þýskalandi, en hún leiðbeindi um möguleika til leikrænnar tjáningar og látbragðs í flutningi kórtónlistar.

Lesa áfram

Ráðning skólastjóra

Á fundi sínum þann 11. júní 2003 staðfesti kirkjuráð tillögu skólastjórnar Tónskóla þjóðkirkjunnar um að ráða Kristinn Örn Kristinsson í starf skólastjóra skólans frá og með 1. júlí 2003. Lagt er til að ráðningin verði tímabundin og miðist við þrjú ár, en Kristinn hefur gegnt því starfi s.l. tvö ár.

Lesa áfram

Meistaranámskeið, fyrirlestur og tónleikar í Langholtskirkju.

Í samstarfi við Kirkjulistahátíð Hallgrímskirkju og Félag íslenskra organleikara verður haldið Meistaranámskeið fyrir organista í túlkun barrokkverka.

Lesa áfram

Staða skólastjóra við Tónskóla Þjóðkirkjunnar laus til umsóknar

Stjórn Tónskóla Þjóðkirkjunnar hefur auglýst starf skólastjóra við Tónskóla Þjóðkirkjunnar laust til umsóknar. Tónskólans. Ráðið verður í starfið frá 1. júlí 2003.

Lesa áfram

Meistaranámskeið Daniel Roth

Hinn þekkti franski organisti Daniel Roth var með opið námskeið fyrir nemendur Tónskólans og starfandi organista föstudaginn 24. janúar og laugardaginn 25. janúar 2003. Hann hélt tónleika á vegum Listvinafélags Hallgrímskirkju kl. 17.00 sunnudaginn 26. janúar. Námskeiðið var haldið í samvinnu við Félag íslenskra organleikara.

Lesa áfram

Bókasafn Sigurðar Ísólfsonar (2003)

Bókasafn Sigurðar Ísólfssonar sem er eign Félags íslenskra organleikara, hefur nú verið skráð og afhent bókasafni Tónskólans í merktum öskjum. Skráningin var unnin sem lokaverkefni í bókasafns- og upplýsingafræði við HÍ.

Lesa áfram

Fjarnám í almennri kirkjufræði (2003)

Grunnkúrs í almennri kirkjufræði er ný námsgrein samkvæmt námskrá Tónskólann sem fyrst var kennd nú á haustönn 2002. Fyrsta önnin var leiðsögn um Nýja testamentið sem Sr. Hreinn Hákonarson hefur kennt.

Lesa áfram

Námskeið í hljómsveitarstjórn

Áætlað er að halda námskeið í hljómsveitarstjórn í mars. Leiðbeinandi er Bernharður Wilkinson. Námskeiðið er fyrir nemendur Tónskólans og starfandi organista.

Lesa áfram