Námskeið í kórstjórn í Skálholti 11.-15.ágúst 2002

Kórstjórnarnámskeið fyrir stjórnendur barnakóra hafa verið haldin á vegum embættis Söngmálastjóra þjóðkirkjunnar í áratug.

Lesa áfram

Vortónleikar

Vortónleikar skólans voru þriðjudaginn 21. maí 2002 kl. 18.00 í Hallgrímskirkju.

Skólaslit 2002

Skólaslit 2002 voru föstudaginn 24. maí kl. 17.00 í Grensáskirkju.
Við það tækifæri brautskráðust tveir nemendur með kantorspróf, þau Natalia Chow og Hrönn Helgadóttir og einn nemanandi með einsleikspróf á orgel, Lára Bryndís Eggertsdóttir.

Námskeið í litúrgískum spuna

Mattias Wager var með námskeið í litúrgískum spuna fyrir nemendur Tónskólans 2.-4. maí í Hallgrímskirkju. Þetta var þriðja námskeið hans í vetur.

Nemendatónleikar

Nemendatónleikar Tónskólans voru haldnir í Langholtskirkju föstudaginn 15. mars kl. 12.00.
Þar komu fram orgelnemendur skólans og léku fjölbreytta efniskrá, m.a. eftir Johann Sebastian Bach, son hans Philip Emanuel, og Dietrich Buxtehude.

Sálmasöngur og spuni

Sunnudaginn 5. maí kl. 17.00 var opinn sálmasöngur í Hallgrímskirkju, þar sem nemendur skólans léku af fingrum fram og leiddu söng. Dagskráin var í samvinnu við Listvinafélag Hallgrímskirkju. Á dagskrá sálmaveislunnar var spuni í kring um kunn sálmalög og messusöngva.

Lesa áfram

Mattias Wager kemur aftur

Mattias Wager kemur aftur í maí og verður með námskeið dagana 2. -4. maí.
Sunnudaginn 5. maí verður opinn sálmasöngur kl.17.00 í Hallgrímskirkju þar sem nemendur leika undir og leiða almennan söng.

Mattias Wager heldur námskeið við Tónskólann

Matthias Wager hélt námskeið í litúrgísku orgelspili dagana 31. janúar – 2. febrúar.
Sunnudaginn 3. febrúar kl.17.00 hélt Mattias Wager tónleika í Hallgrímskirkju þar sem efniskráin var öll leikin af fingrum fram, tónleikarnir voru í samvinnu við Listvinafélag Hallgrímskirkju. Auk þess lék hann við messu í Hallgrímskirkju klukkan 11.00 sama dag 25 apríl.

Skólasetning Tónskóla Þjóðkirkjunnar

Tónskóli Þjóðkirkjunnar var settur í Grensáskirkju þann 1. september síðastliðinn. Um tuttugu nemendur stunda nú nám við skólann.

Lesa áfram

Námskeið Hans-Ola Eriksson

Hans-Ola Eriksson var með meistarakúrs í orgelleik dagana 10. -12. janúar 2002 í Hallgrímskirkju.
Viðfangsefnið var frönsk orgeltónlist frá 19. og 20. öld. Hann hélt síðan tónleika í Hallgrímskirkju á vegum Listavinafélags Hallgrímskirkju sunnudaginn 13. janúar kl. 17.00 þar sem frönsk orgeltónlist var í öndvegi.

Lesa áfram