Netskóli tónskólans (haust 2002)

Stofnað hefur verið svæði fyrir Tónskóla Þjóðkirkjunnar hjá Netskólanum. Áætlað er að gera tilraun með notkun hans á næstu önn við kennslu í orgelfræði og kennslu í grunnkúrs kirkjunnar um biblíufræði.

Nemendatónleikar

Nemendatónleikar voru haldnir í Langsholtskirkju 9. desember 2002 kl. 12.00.
Flutt voru orgelverk eftir Buxtehude og Bach.

Nýjar starfsreglur um kirkjutónlist á vegum kirkjunnar

Kirkjuþing 2002 fjallaði um nýjar starfsreglur um tónlistarmál kirkjunnar. Reglurnar eins og þær voru samþykktar ásamt greinargerð má lesa á eftirfarandi slóð á vef kirkjuþings

Dreifnám í sálmafræði

Ný námsgrein bætist við í fjarkennslu nú í haust – sálmafræði sem Smári Ólason kennir.

Lesa áfram

Námskeið í hljómborðsleik

Námskeið í hljómfræði bókstafahljóma og notkun þeirra var haldið í Tónskólanum vikuna 28. október til 1. nóvember. Kennari var Gunnar Gunnarsson. Gunnar var einnig með námskeið á Ísafirði í haust.

Tónskóli Þjóðkirkjunnar er fluttur

Tónskóli Þjóðkirkjunnar er nú fluttur í nýtt húsnæði í Grensáskirkju (gengið inn að norðan) og sími, tölvupóstur og fax komið í lag eftir nokkurt hlé!

Lesa áfram

Námskeið í kórstjórn í Skálholti 11.-15.ágúst 2002

Kórstjórnarnámskeið fyrir stjórnendur barnakóra hafa verið haldin á vegum embættis Söngmálastjóra þjóðkirkjunnar í áratug.

Lesa áfram

Vortónleikar

Vortónleikar skólans voru þriðjudaginn 21. maí 2002 kl. 18.00 í Hallgrímskirkju.

Skólaslit 2002

Skólaslit 2002 voru föstudaginn 24. maí kl. 17.00 í Grensáskirkju.
Við það tækifæri brautskráðust tveir nemendur með kantorspróf, þau Natalia Chow og Hrönn Helgadóttir og einn nemanandi með einsleikspróf á orgel, Lára Bryndís Eggertsdóttir.

Námskeið í litúrgískum spuna

Mattias Wager var með námskeið í litúrgískum spuna fyrir nemendur Tónskólans 2.-4. maí í Hallgrímskirkju. Þetta var þriðja námskeið hans í vetur.