Orgelfræði í fjarnámi

Verkmenntaskólinn á Akureyri býður fjarnám í orgelfræði (orgelsmíði) á vorönn 2002 í samvinnu við Tónskóla Þjóðkirkjunnar. Kennari er Smári Ólason. Námsáfanginn er metinn til tveggja framhaldskólaeininga. Fimm nemendur hafa skráð sig í þennan áfanga.

Tónskóli Þjóðkirkjunnar á tímamótum

Tónskóli þjóðkirkjunnar hefur verið starfandi síðan embætti söngmálastjóra Þjóðkirkjunnar var sett á laggirnar fyrir um 60 árum…

Lesa áfram

Námskeið fyrir kórstjóra og organista

Námskeið fyrir kórstjóra og organista var haldið á vegum Tónskóla þjóðkirkjunnar í Skálholti, 1.-14. ágúst sl. Kennarar voru Guðmundur Óli Gunnarsson, stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands sem kenndi hljómsveitarstjórn fyrir byrjendur og Carola Bischoff, kórstjóri frá Neustadt í Þýskalandi, en hún leiðbeindi um möguleika til leikrænnar tjáningar og látbragðs í flutningi kórtónlistar.
Lesa áfram

Námskeið Mattiasar Wager (sept. 2001)

Von er á sænska orgelleikaranum Mattias Wager til landsins um helgina, en hann mun halda námskeið í litúrgískum orgelleik og spuna dagana 24.-26. september á vegum Tónskóla Þjóðkirkjunnar.

Lesa áfram

Námskeið í hljómsveitarstjórn

Námskeið í hljómsveitarstjórn var haldið á vegum Tónskólans í mars. Leiðbeinandi var Bernharður Wilkinsson.

Lesa áfram

Matthias Wager hélt námskeið í spuna

Matthias Wager sem er nemendum að góðu kunnur síðan í fyrra var með námskeið fyrir nemendur Tónskólans og starfandi organista í litúrgískum spuna föstudaginn 21. febrúar og mánudaginn 24 febrúar í Hallgrímskirkju. Námskeiðið var haldið í samvinnu við Félag íslenskra organleikara.

Lesa áfram

Kynningarnámskeið

Tónskóli Þjóðkirkjunnar reiknar með að geta bætt nokkrum nýjum nemendum við næsta skólaár. Til að kynna ungum og efnilegum nemendum námið er á döfinni að bjóða einskonar kynningar námskeið.

Lesa áfram

Fjarnám í orgelfræði

Orgelfræðin verður í boði eftir áramót í fjarnámi eins og í fyrra. Þeir sem hafa áhuga á henni eru beðnir að skrá sig sem fyrst eða fyrir 6. janúar.