Vortónleikar Tónskóla Þjóðkirkjunnar 2017

Laugardaginn 13. maí kl. 17 verða vortónleikar Tónskólans í Hallgrímskirkju þar sem fram koma nemendur skólans í orgelleik. Þau flytja orgeltónlist frá ýmsum tímum.

Framhaldsprófstónleikar Elísabetar Þórðardóttur

Í tengslum við framhaldspróf Elísabetar Þórðardóttur verða tónleikar í Hallgrímskirkju miðvikudaginn 10. maí kl. 17. Á tónleikunum flytur Elísabet verk eftir Johann Sebastian Bach, Felix Mendelssohn og Jehan Alain.

Burtfarartónleikar Arnar Magnússonar

Þriðjudaginn 9. maí kl. 17 verða burtfarartónleikar Arnar Magnússonar í Hallgrímskirkju, en Örn lýkur einleiksáfanga frá Tónskólanum.
Á efnisskránni verða verk eftir François Couperin, Johann Sebastian Bach, Jón Leifs, Olivier Messiaen.

Framhaldsprófstónleikar Kitty Kovács

Í tengslum við framhaldspróf Kitty Kovács verða tónleikar í Hallgrímskirkju þriðjudaginn 2. maí kl. 17. Á tónleikunum flytur Kitty verk eftir Johann Sebastian Bach, César Franck og Zsolt Gárdonyi.

Vortónleikaröð Tónskólans 2017

Sex tónleikar verða á vegum Tónskóla Þjóðkirkjunnar í vor;
Þriðjudaginn 2. maí kl. 17 verða framhaldsprófstónleikar Kitty Kovács, en Kitty lýkur kantorsprófi frá Tónskólanum.
Þriðjudaginn 9. maí kl. 17 verða burtfarartónleikar Arnar Magnússonar.
Miðvikudaginn 10. maí kl. 17 verða framhaldsprófstónleikar Elísabetar Þórðardóttur, en Elísabet lýkur kantorsprófi frá Tónskólanum.
Laugardaginn 13. maí kl. 17 verða vortónleikar Tónskólans í Hallgrímskirkju þar sem fram koma nemendur skólans í orgelleik.
Mánudaginn 15. maí kl. 17 verða framhaldsprófstónleikar Sólveigar Önnu Aradóttur, en Sólveig Anna lýkur kantorsprófi frá Tónskólanum.
Föstudaginn 19. maí kl. 18 verður sunginn kórvesper þar sem Erla Rut Káradóttir nemandi á kirkjutónlistarbraut LHÍ og TÞ stýrir tónlistarfluningi.
Allir tónleikarnir fara fram í Hallgrímskirkju í Reykjavík.

Umsókn um skólavist

Hér er hægt að sækja um skólavist í Tónskóla Þjóðkirkjunnar fyrir skólaárið 2017-2018 og senda á tonskoli@tonskoli.is. Umsóknarfresturinn er til 26. maí.
Inntökuskilyrði
Inntökuskilyrði fyrir Kirkjuorganistapróf er miðstig í píanói auk viðtals við skólastjóra.

Inntökupróf er fyrir nám í Kantorsnámi.

Inntökupróf er fyrir nám til BA-gráðu. Sjá nánar á www.lhi.is

Inntökupróf er fyrir nám í einleiksáfanga.
Til að sækja um kórstjórn sem aðalfag þarf viðkomandi að jafnaði að hafa nokkra undirstöðu og einhverja reynslu.

Kórvesper – Evensong

Laugardaginn 25. febrúar kl. 18 flytja nemendur úr Tónskóla Þjóðkirkjunnar og Listaháskóla Íslands, kórvesper (evensong) í Laugarneskirkju.
Sr. Davíð Þór Jónsson leiðir stundina ásamt organistanum og kennaranum Magnúsi Ragnarssyni.

Evensong er aldagamalt form með ríkulegri tónlist, upprunninn í Englandi. Þar skiptast á lestrar og söngvar eftir ákveðinni fyrirmynd, og gegna Biblíuljóð stóru hlutverki.

Nærandi stund með fallegri tónlist og allir eru hjartanlega velkomnir.

Laugarneskirkja

Jólatónleikar Tónskóla Þjóðkirkjunnar 2016

Tvennir tónleikar verða á vegum Tónskólans fyrir jólin.


Tónleikar kirkjutónlistarbrautar Listaháskóla Íslands verða haldnir í Hallgrímskirkju miðvikudaginn 7. desember kl. 12.
Þar leika Attila Fábián og Erla Rut Káradóttir orgelverk eftir Johann Sebastian Bach, César Franck og Felix Mendelssohn.

Jólatónleikar Tónskólans verða haldnir í Laugarneskirkju föstudaginn 9. desember kl. 18. Þar koma fram nemendur skólans í kórstjórn og orgelleik.
 Á tónleikunum verða flutt verk tengd aðventu og jólum.

Skólaferðalag til Akureyrar

Dagana 10.-12. nóvember s.l. héldu nemendur og kennarar Tónskólans í ferðalag til Akureyrar.
Organistar Akureyrarkirkju, þau Eyþór Ingi Jónsson og Sigrún Magna Þórsteinsdóttir tóku á móti hópnum og kynntu kórastarf kirkjunnar. Einnig hélt Sigrún Magna erindi um konur í orgeltónlist.
Fötudaginn 11. nóvember héldu orgelnemendur skólans tónleika og í framhaldi söng allur hópurinn kórvesper.

HHtþ16-6

Orgeltónleikar í Dómkirkjunni í Reykjavík

Orgelnemendur Tónskólans taka þátt í Tónlistardögum Dómkirkjunnar fimmtudaginn 3. nóvember kl. 20.
Sjá nánar á; www.domkirkjan.is