Vortónleikar kirkjutónlistarbrautar

Miðvikudaginn 16. maí kl. 12 verða tónleikar kirkjutónlistarbrautar Listaháskóla Íslands og Tónskólans í Hallgrímskirkju. Þar koma fram Matthías Harðarson og Erla Rut Káradóttir. Matthías og Erla Rut leika verk eftir Johann Sebastian Bach, Johann Pachelbel, Johannes Brahms, César Franck og Jón Ásgeirsson.

Burtfarartónleikar Elísabetar Þórðardóttur

Miðvikudaginnudaginn 9. maí kl. 17 verða burtfarartónleikar Elísabetar Þórðardóttur í Hallgrímskirkju, en Elísabet lýkur einleiksáfanga frá Tónskólanum.
Á efnisskránni verða verk eftir Johann Sebastian Bach, Felix Mendelssohn, Eugène Gigout, Charles-Marie Widor og Louis Vierne.

Burtfarartónleikar Kitty Kocács

Þriðjudaginn 8. maí kl. 17 verða burtfarartónleikar Kitty Kocács í Hallgrímskirkju, en Kitty lýkur einleiksáfanga frá Tónskólanum.
Á efnisskránni verða verk eftir Johann Sebastian Bach, Sergei Rachmaninoff, Pierre Cochereau og Charles Tournemire.

Vortónleikaröð Tónskólans 2018

Þrennir tónleikar verða á vegum Tónskóla Þjóðkirkjunnar í vor;
Þriðjudaginn 8. maí kl. 17 verða burtfarartónleikar Kitty Kovács, en Kitty lýkur einleiksáfanga frá Tónskólanum.
Miðvikudaginn 9. maí kl. 17 verða burtfarartónleikar Elísabetar Þórðardóttur, en Elísabet lýkur einleiksáfanga frá Tónskólanum.
Miðvikudaginn 16. maí kl. 12 verða orgeltónleikar Erlu Rutar Harðardóttur og Matthíasar Páls Harðarsonar nemanda á kirkjutónlistarbraut LHÍ og TÞ.
Allir tónleikarnir fara fram í Hallgrímskirkju í Reykjavík.

Umsókn um skólavist

Hér er hægt að sækja um skólavist í Tónskóla Þjóðkirkjunnar fyrir skólaárið 2018-2019 og senda á tonskoli@tonskoli.is. Umsóknarfresturinn er til 14. júní.
Inntökuskilyrði
Inntökuskilyrði fyrir Kirkjuorganistapróf er miðstig í píanói auk viðtals við skólastjóra.

Inntökupróf er fyrir nám í Kantorsnámi.

Inntökupróf er fyrir nám til BA-gráðu. Sjá nánar á www.lhi.is

Inntökupróf er fyrir nám í einleiksáfanga.
Til að sækja um kórstjórn sem aðalfag þarf viðkomandi að jafnaði að hafa nokkra undirstöðu og einhverja reynslu.

Heimsókn í Skálholt

Föstudaginn 20. apríl halda nemendur og kennarar Tónskólans í ferð í Skálholt.
Kl. 17 verða orgeltónleikar nemenda og kl. 18 syngja nemendur skólans Kórvesper ásamt sr. Kristjáni Val Ingólfssyni vígslubiskup sem tekur á móti hópnum. Flutt verður orgel og kórtónlist frá endurreisn og fram til dagsins í dag.

images

Tónleikar kórstjórnarnema í Ísafjarðakirkju

Kór Tónlistarskóla Ísafjarðar Chorus Tenebris syngur 8 vel valin lög frá miðöldum til okkar tíma undir stjórn kórstjórnarnemenda T.Í. í Ísafjarðarkirkju sunnudaginn 8. apríl kl. 20:00.
Chorus Tenebris var stofnaður veturinn 2015-2016 en þá hófst samstarf milli Tónskóla Þjóðkirkjunnar og Tónlistarskóla Ísafjarðar sem hefur gengið með miklum ágætum. Beata Joó, píanókennari við Tónlistarskóla Ísafjarðar var þá fengin til þess að kenna kórstjórn en hún er menntaður kórstjóri frá Franz Liszt akademíunni í Búdapest. Þrír nemendur hafa stundað kórstjórnarnám í vetur. Jóngunnar Biering Margeirsson, sem er nú á fyrsta ári námsins, Pétur Ernir Svavarsson og Tuuli Rähni, en þau ljúka bæði náminu í vor. Kórinn er skipaður frábæru söngfólki af svæðinu sem hefur lagt kórstjórnarnemunum lið í vor. Samstarf skólanna tveggja hefur verið gjöfult og sýnt fram á að samstarf við tónlistarskóla í öðrum landshlutum er vel framkvæmanlegt sé viljinn fyrir hendi. Tónleikarnir sunnudaginn 8. apríl hefjast eins og áður sagði kl. 20:00 og standa yfir í um það bil 30 mínútur.

30222138_877237775797911_5253441341760733184_n

Jólatónleikar Tónskóla Þjóðkirkjunnar 2017

Tvennir tónleikar verða á vegum Tónskólans fyrir jólin.


Jólatónleikar Tónskólans verða haldnir í Laugarneskirkju föstudaginn 8. desember kl. 17. Þar koma fram nemendur skólans í kórstjórn og orgelleik.
 Á tónleikunum verða flutt verk tengd aðventu og jólum.

Tónleikar kirkjutónlistarbrautar Listaháskóla Íslands verða haldnir í Hallgrímskirkju miðvikudaginn 16. desember kl. 12.
Þar leika Erla Rut Káradóttir og Matthías Harðarson orgelverk eftir Johann Sebastian Bach, Dietrich Buxtehude og Felix Mendelssohn.

Unknown

KÓRVESPER Í LANGHOLTSKIRKJU

Miðvikudaginn 25 október kl. 18 flytja nemendur úr Tónskóla Þjóðkirkjunnar og Listaháskóla Íslands kórvesper (evensong) í Langholtsskirkju.
Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiðir stundina ásamt organistanum og kennaranum Magnúsi Ragnarssyni.
Evensong er aldagamalt form með ríkulegri tónlist, upprunninn í Englandi. Þar skiptast á lestrar og söngvar eftir ákveðinni fyrirmynd, og gegna Biblíuljóð stóru hlutverki.
Nærandi stund með fallegri tónlist og allir eru hjartanlega velkomnir.

Langholtskirkja

Organistastefna í Skálholti

organistastefna kynning 2017