Setning Tónskólans

Tónskóli Þjóðkirkjunnar verður settur í Grensáskirkju fimmtudaginn 8. september kl. 17. Kennsla hefst svo mánudaginn 12. september samkvæmt stundaskrá.

Skólaslit Tónskóla Þjóðkirkjunnar

Skólaslit Tónskólans verða í Hallgrímskirkju sunnudaginn 22. maí kl. 17. Fjórir nemendur ljúka áfanga frá skólanum í vor. Það eru þau Matthías Harðarson og Tuuli Raehni sem ljúka kirkjuorganistaprófi. Ásta Haraldsdóttir og Steinar Logi Helgason ljúka kantorsprófi. Auk þess líkur Steinar Logi BA-gráðu í kirkjutónlist frá Listaháskóla Íslands.

Umsókn um skólavist 2016-2017

Umsókn um skólavist 2016-2017
Hér er hægt að sækja um skólavist í Tónskóla Þjóðkirkjunnar fyrir skólaárið 2016-2017 og senda á tonskoli@tonskoli.is. Umsóknarfresturinn er til 27. maí.
Inntökuskilyrði
 fyrir Kirkjuorganistapróf er miðstig í píanói auk viðtals við skólastjóra.

Inntökupróf er fyrir nám í Kantorsnámi.

Inntökupróf er fyrir nám til BA-gráðu. Sjá nánar á www.lhi.is

Inntökupróf er fyrir nám í einleiksáfanga.
Til að sækja um kórstjórn sem aðalfag þarf viðkomandi að jafnaði að hafa nokkra undirstöðu og einhverja reynslu.
Skólagjöld

Vortónleikar Tónskóla Þjóðkirkjunnar 2016

Föstudaginn 13. maí kl. 17 verða vortónleikar Tónskólans í Langholtskirkju þar sem fram koma nemendur skólans í orgelleik. Þau flytja orgeltónlist frá ýmsum tímum.

Útskriftartónleikar Steinars Loga Helgasonar

Útskriftartónleikar Steinars Loga Helgasonar af kirkjutónlistarbraut Listaháskóla Íslands fara fram miðvikudaginn 11.maí klukkan 17:00 í Hallgrímskirkju. Steinar Logi lýkur jafnframt kantorsprófi frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar.
Flutt verða verk eftir Grigny, J.S. Bach, Franck, Messiaen og Jón Nordal. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.

Tónskólinn á Vestfjörðum

Undanfarna tvo vetur hefur Tónskóli þjóðkirkjunnar boðið upp á nám í kirkjutónlist fyrir organista á Vestfjörðum. Einn mikilvægur þáttur organistanámsins er nám í kórstjórn. Tónskólinn hefur verið í samstarfi við Tónlistarskólann á Ísafirði í vetur og hefur Beata Joó kennari við skólann kennt kórstjórnarnemum. Hafa 8 nemendur stundað námið, bæði organistar og einnig nemendur og kennarar við TÍ.

Á myndinni má sjá nemendur, kennara og skólastjóra Tónskólans að loknu prófi.IMG_0654

Kvöldbænir og Davíðssálmar

Kammerkór tónlistardeildar Listaháskóla Íslands flytur kvöldbænir og Davíðssálma eftir íslensk tónskáld í Laugarneskirkju þriðjudagskvöldið 15.mars klukkan 20:30.
Stjórnandi kórsins er Steinar Logi Helgason.

Masterklasse

Norski orgelleikarinn Inger-Lise Ulsrud kennir orgelnemendum Listaháskóla Íslands og Tónskóla Þjóðkirkjunnar dagana 11. og 12. febrúar n.k. frá kl. 13-17 í Hallgrímskirkju í Reykjavík.
Námskeið Inger-Lise verður tvíþætt, annars vegar orgelbókmenntir og hins vegar litúrgískt orgelspil og spuni.
Námskeiðin eru opin nemendum LHÍ og félögum í FÍO.
Sunnudaginn 14. febrúar kemur Inger-Lise svo fram á tónleikum í Hallgrímskirkju á vegum Listvinafélags kirkjunnar. Tónleikarnir bera yfirskriftina Agnus Dei og eru helgaðir föstutónlist.

Aftansöngur í Laugarneskirkju

Laugardaginn 23. janúar kl. 17 verður aftansöngur (evensong) í Laugarneskirkju. Tónlistin verður í höndum nemenda í kórstjórn við Tónskóla Þjóðkirkjunnar og Listaháskóla Íslands. Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir leiðir stundina.

Evensong er aldagamalt form með ríkulegri tónlist, upprunninn í Englandi. Þar skiptast á lestrar og söngvar eftir ákveðinni fyrirmynd, og gegna Biblíuljóð stóru hlutverki.

Útskriftartónleikar Sólveigar Önnu Aradóttur

Þriðjudaginn 15. desember kl. 19.30 verða útskriftartónleikar Sólveigar Önnu Aradótttur í Fríkirkjunni í Reykjavík af Skapandi tónlistarmiðlun frá Listaháskóla Íslands.
Tónleikar hennar verða bæði orgel- og kórtónleikar auk þess sem hún stjórnar barnakór. Tónleikarnir verða í formi jólaguðsþjónustu sem á rætur að rekja til Kings College Chapel í Cambridge og ber heitið Níu lestrar og söngvar.