Setning Tónskólans

Tónskóli Þjóðkirkjunnar verður settur í Grensáskirkju fimmtudaginn 10. september kl. 17. Kennsla hefst svo miðvikudaginn 15. september samkvæmt stundaskrá.

Sumarlokun Tónskólans

Skrifstofa Tónskólans verður lokuð frá 23. júní vegna sumarleyfa starfsfólks. Skrifstofan opnar aftur mánudaginn 17. ágúst.

Skólaslit Tónskóla Þjóðkirkjunnar

Skólaslit Tónskólans verða í Hallgrímskirkju föstudaginn 22. maí kl. 17. Þrír nemendur ljúka áfanga frá skólanum í vor. Það eru þau Erla Rut Káradóttir og Hallbjörg Erla Fjeldsted sem ljúka kirkjuorganistaprófi. Eyþór Franzson Wechner líkur kantorsprófi og einleiksáfanga. Auk þess ljúka þau Laufey G. Geirlaugsdóttir og Örlygur Atli Guðmundsson kórstjórnarnámi.

Vortónleikar Tónskóla Þjóðkirkjunnar 2015

Þrennir tónleikar verða á vegum Tónskólans í vor.

Þriðjudaginn 12. maí kl. 17 verða burtfarartónleikar Eyþórs Franzsonar Wechner í Hallgrímskirkju, en Eyþór líkur kantorsprófi og einleiksáfanga frá Tónskólanum. Á efnisskránni verða verk eftir François Couperin, Johann Sebastian Bach, Robert Schumann, César Franck, Louis Vierne og Jehan Alain.

Miðvikudaginn 13. maí kl. 17 verða tónleikar kirkjutónlistarbrautar Listaháskóla Íslands í Hallgrímskirkju. Þar koma fram Sólveig Anna Aradóttir og Steinar Logi Helgason. Sólveig Anna og Steinar Logi leika verk eftir Johann Sebastian Bach, Olivier Messiaen, Þorkel Sigurbjörnsson og Örn Ými Arason.

Föstudaginn 15. maí kl. 17 verða vortónleikar Tónskólans í Langholtskirkju þar sem fram koma nemendur skólans í orgelleik. Þau flytja orgeltónlist frá ýmsum tímum.

Vorferð Tónskólans

Nemendur og kennarar Tónskólans halda í vorferð mánudaginn 27. apríl.
Ferðin er tvískipt. Annars vegar verður orgelsmiðja Björgnins Tómassonar orgelsmiðs á Stokkseyri heimsótt og hins vegar Skálholtsstaður. Í Skálholti syngur hópurinn aftansöng með sr. Kristjáni Val Ingólfssyni, vígslubiskup. Á undan aftansöngnum eða kl. 17.30 verða tónleikar þar sem fram kemur kór Tónskólans og kórstjórnarnemendur. Að aftansöngnum sungnum mun Margrét Bóasdóttir, verkefnisstjóri kirkjutónlistar ávarpa hópinn.

Umsókn um skólavist 2015-2016

Hér er hægt að sækja um skólavist í Tónskóla Þjóðkirkjunnar fyrir skólaárið 2015-2016 og senda á tonskoli@tonskoli.is. Umsóknarfresturinn er til 22. maí.
Inntökuskilyrði
Inntökuskilyrði fyrir Kirkjuorganistapróf er miðstig í píanói auk viðtals við skólastjóra.

Inntökupróf er fyrir nám í Kantorsnámi.

Inntökupróf er fyrir nám til BA-gráðu. Sjá nánar á www.lhi.is
Inntökupróf er fyrir nám í einleiksáfanga.
Til að sækja um kórstjórn sem aðalfag þarf viðkomandi að jafnaði að hafa nokkra undirstöðu og einhverja reynslu.
Skólagjöld

Fyrirlestur – námsárin mín í Leipzig

Mánudaginn 16. mars kl. 11 heldur Eyþór Franzson Wechner fyrirlestur um námsár sín í Leipzig. Í fyrirlestrinum fjallar hann um borgina Leipzig, líf sitt þar og orgelnámið í Felix Mendelssohn Bartholdy tónlistarháskólanum.
Kynnt verða orgel borgarinnar með myndum, hljóðdæmum og raddskipan.

Jólafrí Tónskólans

Jólafrí nemenda og starfsfólks Tónskólans verður frá og með mánudeginum 15. desember. Kennsla hefst aftur mánudaginn 5. janúar 2015.
Starfsfólk Tónskólans óskar öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári!

Jólatónleikar Tónskóla Þjóðkirkjunnar 2014

Tvennir tónleikar verða á vegum Tónskólans fyrir jólin.
Tónleikar kirkjutónlistarbrautar Listaháskóla Íslands verða haldnir í Hallgrímskirkju fimmtudaginn 4. desember kl. 18. Þar koma fram Sólveig Anna Aradóttir og Steinar Logi Helgason. Þau leika orgelverk eftir Francois Couperin, Dietrich Buxtehude, Johann Sebastian Bach, Niels W. Gade, César Franck, Jón Nordal og Olivier Messiaen.

Jólatónleikar Tónskólans verða haldnir í Langholtskirkju föstudaginn 12. desember kl. 17. Þar koma fram nemendur skólans í kórstjórn og orgelleik.
 Á tónleikunum verða flutt verk tengd aðventu og jólum.

Setning Tónskólans

Tónskóli Þjóðkirkjunnar verður settur í Grensáskirkju þriðjudaginn 9. september kl. 17. Kennsla hefst svo miðvikudaginn 10. september samkvæmt stundaskrá.