Framhaldsprófstónleikar Steinunnar Árnadóttur

Í tengslum við framhaldspróf Steinunnar Árnadóttur verða tónleikar í Hjallakirkju fimtudaginn 10. desember kl. 20.00. Á tónleikunum flytur Steinunn verk eftir Dietrich Buxtehude, Johann Sebastian Bach, Felix Mendelssohn-Bartholdy, Jón Þórarinsson, Jón Ásgeirsson og Þorkel Sigurbjörnsson.

Jólatónleikar Tónskóla Þjóðkirkjunnar 2015

Tvennir tónleikar verða á vegum Tónskólans fyrir jólin.
Tónleikar kirkjutónlistarbrautar Listaháskóla Íslands verða haldnir í Hallgrímskirkju miðvikudaginn 9. desember kl. 17.
Þar leikur Steinar Logi Helgason orgelverk eftir Johann Sebastian Bach og Olivier Messiaen.

Jólatónleikar Tónskólans verða haldnir í Langholtskirkju föstudaginn 11. desember kl. 17. Þar koma fram nemendur skólans í kórstjórn og orgelleik.
 Á tónleikunum verða flutt verk tengd aðventu og jólum.

Framhaldsprófstónleikar Ástu Haraldsdóttur

Í tengslum við framhaldspróf Ástu Haraldsdóttur verða tónleikar í Kópavogskirkju föstudaginn 27. nóvember kl. 18.30. Þar flytur Ásta verk eftir Johann Sebastian Bach, Tomaso Albinoni, Georg Friedrich Handel, Bohuslav Martinu og César Franck. Á tónleikunum koma einnig fram Ewa Tosik fiðluleikari og Ragnhildur D. Þórhallsdóttir sópran.

Orgelklúbburinn Ludvig í heimsókn

Orgelklúbburinn Ludvig frá Þrándheimi heimsækir Ísland dagana 6.-10. nóvember.
Orgelklúbburinn var stofnaður með það að markmiði að kynna orgelið fyrir ungu fólki og laða það til starfa í kirkjunni.
Hópurinn kemur fram á tónleikum í Hallgrímskirkju laugardaginn 7. kl 12. Á tónleikunum koma einnig fram 4 nemendur Tónskólans. Þau koma einnig fram í messu í Laugarneskirkju sunnudaginn 8. kl. 11. Auk þess fara þau í skoðunarferðir og margt fleira.
Orgelklúbburinn er kenndur við tvo tónlistarmenn sem höfðu mikil áhrif í Þrándheimi; Ludvig Mathias Lindeman og Ludvig Nielsen.
Stofnandi klúbbsins og kennari er David-Scott Hamnes.

Tónskólamessa í Akureyrarkirkju

Dagana 15. – 17. október halda nemendur og kennarar Tónskólans í ferð til Akureyrar þar sem boðið verður uppá námskeið auk þess sem nemendur taka þátt í messu. Einnig fer hópurinn í ferð fram á Grund þar sem nýtt Klop-orgel kirkjunnar verður skoðað.
Laugardaginn 17. október kl. 11 verður haldin „Tónskólamessa“ í Akureyrarkirkju þar sem séra Guðmundur Guðmundsson, héraðsprestur messar. 
Þar munu nemendur Tónskólans í litúrgískum orgelleik og kórstjórn skipta með sér hlutverkum í messunni.
 Messan verður Barokkmessa þar lögð er sérstök áhersla á kirkjutónlist á barokktímanum. Í tengslum við messuna munu þeir Eyþór Ingi Jónsson organisti í Akureyrarkirkju og Pétur Halldórsson frá Barokksmiðju Hólastiftis halda fyrirlestur um talnaspeki barokksins sem ber yfirskriftina „tölur í tónlist“.

Setning Tónskólans

Tónskóli Þjóðkirkjunnar verður settur í Grensáskirkju fimmtudaginn 10. september kl. 17. Kennsla hefst svo miðvikudaginn 15. september samkvæmt stundaskrá.

Sumarlokun Tónskólans

Skrifstofa Tónskólans verður lokuð frá 23. júní vegna sumarleyfa starfsfólks. Skrifstofan opnar aftur mánudaginn 17. ágúst.

Skólaslit Tónskóla Þjóðkirkjunnar

Skólaslit Tónskólans verða í Hallgrímskirkju föstudaginn 22. maí kl. 17. Þrír nemendur ljúka áfanga frá skólanum í vor. Það eru þau Erla Rut Káradóttir og Hallbjörg Erla Fjeldsted sem ljúka kirkjuorganistaprófi. Eyþór Franzson Wechner líkur kantorsprófi og einleiksáfanga. Auk þess ljúka þau Laufey G. Geirlaugsdóttir og Örlygur Atli Guðmundsson kórstjórnarnámi.

Vortónleikar Tónskóla Þjóðkirkjunnar 2015

Þrennir tónleikar verða á vegum Tónskólans í vor.

Þriðjudaginn 12. maí kl. 17 verða burtfarartónleikar Eyþórs Franzsonar Wechner í Hallgrímskirkju, en Eyþór líkur kantorsprófi og einleiksáfanga frá Tónskólanum. Á efnisskránni verða verk eftir François Couperin, Johann Sebastian Bach, Robert Schumann, César Franck, Louis Vierne og Jehan Alain.

Miðvikudaginn 13. maí kl. 17 verða tónleikar kirkjutónlistarbrautar Listaháskóla Íslands í Hallgrímskirkju. Þar koma fram Sólveig Anna Aradóttir og Steinar Logi Helgason. Sólveig Anna og Steinar Logi leika verk eftir Johann Sebastian Bach, Olivier Messiaen, Þorkel Sigurbjörnsson og Örn Ými Arason.

Föstudaginn 15. maí kl. 17 verða vortónleikar Tónskólans í Langholtskirkju þar sem fram koma nemendur skólans í orgelleik. Þau flytja orgeltónlist frá ýmsum tímum.

Vorferð Tónskólans

Nemendur og kennarar Tónskólans halda í vorferð mánudaginn 27. apríl.
Ferðin er tvískipt. Annars vegar verður orgelsmiðja Björgnins Tómassonar orgelsmiðs á Stokkseyri heimsótt og hins vegar Skálholtsstaður. Í Skálholti syngur hópurinn aftansöng með sr. Kristjáni Val Ingólfssyni, vígslubiskup. Á undan aftansöngnum eða kl. 17.30 verða tónleikar þar sem fram kemur kór Tónskólans og kórstjórnarnemendur. Að aftansöngnum sungnum mun Margrét Bóasdóttir, verkefnisstjóri kirkjutónlistar ávarpa hópinn.