Um Tónskólann

Tónskóla þjóðkirkjunnar er ætlað að halda uppi kennslu í kirkjutónlist og litúrgískum fræðum og mennta organista til starfa við kirkjur landsins. Boðið er uppá fjórar námsbrautir; Kirkjuorganistapróf sem veitir réttindi til starfa við minni kirkjur, Kantorspróf sem veitir starfsréttindi til að starfa sem organisti innan Þjóðkirkjunnar, Einleiksáfanga og BA-gráða í kirkjutónlist sem kennd er í samvinnu við Listaháskóla Íslands. Helstu námsgreinar skólans eru orgelleikur, litúrgískt orgelspil, kórstjórn, söngur, sálma & helgisiðafræði, kirkjusöngfræði, kirkjufræði og orgelsmíði. Skólinn hefur starfað allt frá stofnun embættis söngmálastjóra 1941 en hét þá Söngskóli þjóðkirkjunnar og starfaði í formi námskeiða. Síðar var nafni skólans breytt og hann rekinn sem níu mánaða tónlistarskóli.

Skrifstofa: Grensáskirkju, Háaleitisbraut 66 kj, 101 Reykjavík.
Sími: 528 4430 Fax: 551 0347

Stjórn

 • Guðný Einarsdóttir, formaður;
 • Kári Allansson
 • Sigurjón Árni Eyjólfsson

Starfsfólk

Kennarar

 • Björn Steinar Sólbergsson
 • Eyþór Ingi Jónsson
 • Guðrún Óskarsdóttir
 • Hreinn Hákonarson
 • Jónas Þórir Þórisson
 • Laufey Helga Geirsdóttir
 • Lenka Mátéová
 • Magnús Ragnarsson
 • Þröstur Eiríksson

  Nemendur og námsgreinar

  Nemendur voru í upphafi haustannar 2016 skráðir 24 alls.