Skólavist

Nám við Tónskóla Þjóðkirkjunnar

Nám í Tónskóla Þjóðkirkjunnar miðar að því að undirbúa orgelleikara til starfa í kirkjum. Víða eru komin í kirkjur vönduð hljóðfæri og í verkahring organista er að sjá um tónlist við messur, útfarir, giftingar og aðrar athafnir.

Einnig er falin í starfi þeirra söngstjórn og þjálfun kóra. Iðulega þurfa organistar að leika með söngvurum og hljóðfæraleikurum sem fengnir eru til að koma fram við athafnir. Starf organistans er því bæði fjölbreytt og gefandi við margvíslegar aðstæður.

Fjölbreytt og víðtæk menntun

Til að gegna starfi organista þarf fjölbreytta og víðtæka tónlistarmenntun. Fyrst og fremst þarf að læra orgelleik en einnig píanóleik og söng. Aðrar mjög mikilvægar námsgreinar eru kórstjórn og liturgískt orgelspil, en þar kemur til þjálfunar almenn hljómborðsfærni og spuni, sem miðar að því að orgelið veiti sem bestan stuðning við helgihaldið. Auk þess þarf staðgóða undirstöðu í öllum tónfræðigreinum. Aðrar sérgreinar sem kenndar eru við Tónskólann eru sálma & helgisiðafræði, kirkjusöngfræði, kirkjufræði og orgelsmíði.

Inntökuskilyrði

Inntökuskilyrði fyrir Kirkjuorganistapróf er miðstig í píanói auk viðtals við skólastjóra.
Inntökupróf er fyrir nám í Kantorsnámi.
Inntökupróf er fyrir nám til BA-gráðu. Sjá nánar á www.lhi.is
Inntökupróf er fyrir nám í einleiksáfanga.

Til að sækja um kórstjórn sem aðalfag þarf viðkomandi að jafnaði að hafa nokkra undirstöðu og einhverja reynslu.

Umsókn

Skólagjöld