Umsókn um skólavist

Hér er hægt að sækja um skólavist í Tónskóla Þjóðkirkjunnar fyrir skólaárið 2019-2020 og senda á tonskoli@tonskoli.is. Umsóknarfresturinn er til 14. júní.
Inntökuskilyrði
Inntökuskilyrði fyrir Kirkjuorganistapróf er miðstig í píanói auk viðtals við skólastjóra.

Inntökupróf er fyrir nám í Kantorsnámi.

Inntökupróf er fyrir nám til BA-gráðu. Sjá nánar á www.lhi.is

Inntökupróf er fyrir nám í einleiksáfanga.
Til að sækja um kórstjórn sem aðalfag þarf viðkomandi að jafnaði að hafa nokkra undirstöðu og einhverja reynslu.

Skólagjöld

Skólaslit Tónskóla Þjóðkirkjunnar 2019

Skólaslit Tónskólans verða í Hallgrímskirkju föstudaginn 24. maí kl. 18. Tveir nemendur ljúka áfanga frá skólanum í vor. Það eru þær Tuuli Rähni sem líkur kantorsprófi.
Sunna Karen Einarsdóttir líkur kórstjórnarnámi.

Framhaldsprófstónleikar Tuuli Rähni

Í tengslum við framhaldspróf Tuuli Rähni verða tónleikar í Hallgrímskirkju þriðjudaginn 21. maí kl. 17. Á tónleikunum flytur Tuuli verk eftir Léon Boëllmann, Nicolas De Grigny, Peeter Süda og Franz Liszt.

Vortónleikar kirkjutónlistarbrautar

Miðvikudaginn 15. maí kl. 12 verða tónleikar kirkjutónlistarbrautar Listaháskóla Íslands og Tónskólans í Hallgrímskirkju. Þar koma fram Matthías Harðarson og Erla Rut Káradóttir. Matthías og Erla Rut leika verk eftir Johann Sebastian Bach, Felix Mendelssohn Bartholdy og Olivier Messiaen.

Klais orgel Hallgrímskirkju+

Messe pour les paroisses – fyrirlestur og tónleikar

Dagur kirkjutónlistarinnar

Dagur kirkjutónl.DAGSKRÁ

Aftansöngur / Kórvesper

Miðvikudaginn 20. febrúar verður aftansöngur í Langholtskirkju.
Flutt verður falleg kórtónlist úr ýmsum áttum. Nemendur í kórstjórn við Listaháskólann og Tónskóla Þjóðkirkjunnar stjórna og syngja.
Jóhanna Gísladóttir þjónar.

Langholtskirkja

Jólatónleikar Tónskóla Þjóðkirkjunnar 2018

Jólatónleikar Tónskólans verða haldnir í Laugarneskirkju föstudaginn 7. desember kl. 18. Þar koma fram nemendur skólans í kórstjórn og orgelleik.
 Á tónleikunum verða flutt verk tengd aðventu og jólum.

Unknown

Tónleikar Listaháskóla Íslands og Tónskóla Þjóðkirkjunnar í samstarfi við Listvinafélag Hallgrímskirkju.

Laugardaginn 17. nóvember kl. 14 í Hallgrímskirkju. Aðgangur ókeypis og öll velkomin.

Í burðarhlutverki tónleikanna verður gullfalleg og áhrifarík sálumessa Gabriel Fauré auk þess sem flutt verða trúarleg kór- og orgelverk úr ýmsum áttum eftir Johann Sebastian Bach, Felix Mendelsohn, Cécar Franck og fleiri.

Flytjendur:
Erla Rut Káradóttir, orgel
Matthías Harðarson, orgel
Sandra Lind Þorsteinsdóttir, einsöngur
Una María Bergmann, einsöngur
Erik Waldeland, einsöngur
Kór Listaháskólans
Hjalti Nordal, fiðla
Guðmundur Andri Ólafsson, franskt horn
Erna Ómarsdóttir, franskt horn

Matthías Harðarson, stjórnandi
Þórður Sigurðsson, stjórnandi
Sunna Karen Einarsdóttir, stjórnandi

Kennarar:
Björn Steinar Sólbergsson,
Magnús Ragnarsson,
Sigurður Halldórsson

44974801_2029132963821571_4991001196249481216_n

Gestakennari frá Rúmeníu

Orgelleikarinn János Kristófi dvelur á Íslandi dagana 13.–16. nóvember n.k. við kennslu. Orgelnemendur í Listaháskóla Íslands og Tónskóla Þjóðkirkjunnar sækja einkatíma hjá honum og er þessi kennsla liður í Erasmus kennaraskiptum LHÍ.
Auk þess kemur János fram í tónleikum í Hjallakirkju föstudaginn 16. nóvember kl. 17. Á tónleikunum flytur hann verk eftir Bach, Wagner, Widor, Áskel Máson o.fl.

János hefur verið organisti við dómkirkjuna í Oradeu í Rúmeníu frá 1987 og frá 2011 hefur hann einnig gegnt þar starfi kórstjóra og hljómsveitarstjóra, auk prófessorsstöðu sem hann hefur við Partium Christian University í sömu borg.
Hann hefur komið fram á tónleikum um alla Evrópu, í Ísrael og í Bandaríkjunum.

janos-kristofi