Sumarlokun Tónskólans

Skrifstofa Tónskólans verður lokuð frá 14. júní vegna sumarleyfa starfsfólks. Skrifstofan opnar aftur mánudaginn 12. ágúst.

Útskriftarhátíð Tónskólans

Skólaslit Tónskólans fóru fram í Hallgrímskirkju föstudaginn 24. maí s.l.
Á myndinni má sjá útskriftarnemana og kennara Tónskólans ásamt Birni Steinari Sólbergssyni skólastjóra og Guðmundi Karli Btynjarssyni varaformanni Kirkjutónlistarráðs.

Skólaslit 2019

Umsókn um skólavist

Hér er hægt að sækja um skólavist í Tónskóla Þjóðkirkjunnar fyrir skólaárið 2019-2020 og senda á tonskoli@tonskoli.is. Umsóknarfresturinn er til 14. júní.
Inntökuskilyrði
Inntökuskilyrði fyrir Kirkjuorganistapróf er miðstig í píanói auk viðtals við skólastjóra.

Inntökupróf er fyrir nám í Kantorsnámi.

Inntökupróf er fyrir nám til BA-gráðu. Sjá nánar á www.lhi.is

Inntökupróf er fyrir nám í einleiksáfanga.
Til að sækja um kórstjórn sem aðalfag þarf viðkomandi að jafnaði að hafa nokkra undirstöðu og einhverja reynslu.

Skólagjöld

Skólaslit Tónskóla Þjóðkirkjunnar 2019

Skólaslit Tónskólans verða í Hallgrímskirkju föstudaginn 24. maí kl. 18. Tveir nemendur ljúka áfanga frá skólanum í vor. Það eru þær Tuuli Rähni sem líkur kantorsprófi.
Sunna Karen Einarsdóttir líkur kórstjórnarnámi.

Framhaldsprófstónleikar Tuuli Rähni

Í tengslum við framhaldspróf Tuuli Rähni verða tónleikar í Hallgrímskirkju þriðjudaginn 21. maí kl. 17. Á tónleikunum flytur Tuuli verk eftir Léon Boëllmann, Nicolas De Grigny, Peeter Süda og Franz Liszt.

Vortónleikar kirkjutónlistarbrautar

Miðvikudaginn 15. maí kl. 12 verða tónleikar kirkjutónlistarbrautar Listaháskóla Íslands og Tónskólans í Hallgrímskirkju. Þar koma fram Matthías Harðarson og Erla Rut Káradóttir. Matthías og Erla Rut leika verk eftir Johann Sebastian Bach, Felix Mendelssohn Bartholdy og Olivier Messiaen.

Klais orgel Hallgrímskirkju+

Messe pour les paroisses – fyrirlestur og tónleikar

Dagur kirkjutónlistarinnar

Dagur kirkjutónl.DAGSKRÁ

Aftansöngur / Kórvesper

Miðvikudaginn 20. febrúar verður aftansöngur í Langholtskirkju.
Flutt verður falleg kórtónlist úr ýmsum áttum. Nemendur í kórstjórn við Listaháskólann og Tónskóla Þjóðkirkjunnar stjórna og syngja.
Jóhanna Gísladóttir þjónar.

Langholtskirkja

Jólatónleikar Tónskóla Þjóðkirkjunnar 2018

Jólatónleikar Tónskólans verða haldnir í Laugarneskirkju föstudaginn 7. desember kl. 18. Þar koma fram nemendur skólans í kórstjórn og orgelleik.
 Á tónleikunum verða flutt verk tengd aðventu og jólum.

Unknown